Amfetamín í buxnastreng

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Amfetamín í buxnastreng

08.05.2013

Þeir sem reyna að smygla fíkniefnum til landsins nota ótrúlegustu aðferðir til þess. Það þýðir þó ekki að þeim takist ætlunarverk sitt.

Nýverið fann tollgæslan til dæmis  poka með amfetamíni í. Pokinn sá arna var kyrfilega saumaður inn í streng á gallabuxum. Þær voru sendar sem gjöf til landsins, að því er fram kom í farmbréfi og var verðmæti gjafarinnar skráð 0 bandaríkjadalir. Tollverðir stöðvuðu sendinguna og fundu amfetamínið við leit. Málið var tilkynnt lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sem fer með rannsókn þess. Tollstjóri veitir því ekki frekari upplýsingar um málið.

Gallabuxurnar litu sakleysislega út við fyrstu sýn, en annað kom svo á daginn.

Gallabuxurnar litu sakleysislega út við fyrstu sýn, en annað kom svo á daginn.

 

Til baka