Fræðslufundur um vörugjald og sykurskatt

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fræðslufundur um vörugjald og sykurskatt

28.05.2013

Þann 1. mars s.l. færðust verkefni innlendra vörugjalda frá Ríkisskattstjóra til Tollstjóra. Með þeirri breytingu voru einnig sett ákvæði um sykurskatt og aðrar breytingar voru gerðar á vörugjaldakerfinu. Tollstjóri hefur undanfarið unnið í yfirfærslunni m.a. með því að aðlaga vörugjaldsskýrslur og endurgreiðsluskýrslur að breyttum lögum. Mikilvægar dagsetningar eru framundan varðandi uppgjör vörugjalds. Þann 28. júní n.k. er gjalddagi vörugjalds og þann 13. júní er lokadagur frests til að skila endurgreiðsluskýrslu til Tollstjóra.

Í ljósi þess að breytingar hafa verið gerðar á þessum skýrslum ásamt því að töluvert er um nýja aðila í kerfinu vill Tollstjóri halda fundi þar sem farið verður í gegn um hvernig fylla á út þessar skýrslur, hvaða skilyrði þarf að uppfylla og hvaða gögn þurfa að fylgja.

Fundurinn verður haldinn í húsi Tollstjóra að Tryggvagötu 19, 101 Reykjavík þann 31. maí næstkomandi klukkan 10:00.

ATH: fundur með aðilum Samtaka Iðnaðarins, Félags Atvinnurekanda og Samtaka verslunar og þjónustu verður haldinn í Húsi atvinnulífsins þann 30. maí kl. 15:00.

Fulltrúar Tollstjóraembættisins óska eftir því að fá sendar spurningar fyrirfram með það að markmiði að geta gefið skýr svör á fundinum sjálfum og eins munu þeir fara yfir þær spurningar á fundinum sem helst hafa borist embættinu á s.l. mánuði. Spurningar má senda á vorugjald@tollur.is

Til baka