Amfetamín í tölvulyklaborði

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Amfetamín í tölvulyklaborði

12.06.2013

Tollverðir fundu nýverið amfetamín sem falið hafði verið í tölvulyklaborði. Lyklaborðið barst hingað til lands með póstsendingu frá Taílandi. Tollverðir tóku það til nánari skoðunar og fundu þá í því á annan tug gramma af amfetamíni, sem hafði  verið pakkað  vandlega inn í  álpappír og falið í því. Sendingin var stíluð á einstakling hér á landi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur haft rannsókn málsins með höndum og er henni nú lokið. Tollstjóri veitir því ekki frekari upplýsingar um málið.

Amfetamín í tölvulyklaborði

Til baka