Tóku 27.000 steratöflur

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tóku 27.000 steratöflur

06.02.2014

Tollverðir stöðvuðu nýverið erlenda konu um þrítugt í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, vegna gruns um að hún væri með ólögleg efni í farteskinu. Svo reyndist vera því við leit í farangri hennar fundust um 27.000 steratöflur. Þær voru í  kassa, sem pakkað hafði verið inn í jólapappír. Töflurnar innihéldu nokkrar gerðir af sterum.

Konan, sem kom frá Póllandi, var handtekin og yfirheyrð hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem fer með rannsókn málsins. Konan hefur nú verið látin laus.

Þess má geta, að tollverðir hafa í vaxandi mæli, tvö síðastliðin ár,  stöðvað sendingar sem innihalda tól og tæki, sem grunur leikur á að ætluð séu til ólöglegrar lyfjaframleiðslu. Áberandi í þeim efnum eru tómir lyfjabelgir, tóm glerglös og ál- og gúmmíhettur. Einnig efni og umbúðir, sem líklegt er að nota eigi í einhvers konar framleiðslu og/eða pökkun ólöglegra efna.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá búnað sem grunur leikur á að hafi átt að nota í pökkun á ólöglegum efnum.

 

Ambúluvél:
 Sterabúnaður

Tómir lyfjabelgir:
Sterabúnaður

Ál- og gúmmíhettur ásamt innsiglistöng:
Sterabúnaður

Til baka