Framkvæmd skilagjalds til Tollstjóra frá og með 1. mars 2014

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Framkvæmd skilagjalds til Tollstjóra frá og með 1. mars 2014

27.05.2014

Þann 1. mars s.l. færðist framkvæmd á innheimtu skilagjalds samkvæmt lögum nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, frá Ríkisskattstjóra til Tollstjóra.

Þessi breyting hefur það í för með sér að skil á skýrslum vegna uppgjörstímabila skal nú skila til Tollstjóra í stað Ríkisskattstjóra. Fyrstu skil á skilagjaldsskýrslu til Tollstjóra er 28 júní næstkomandi, fyrir uppgjörstímabilið mars-apríl 2014. Tollstjóri hefur útbúið eyðublað á vef Tollstjóra www.tollur.is/skilagjald.

Hægt er að fylla eyðublaðið út rafrænt og senda það í tölvupósti með því að velja hnappinn „senda með tölvupósti" í skýrslunni, þá sendist skýrslan bæði á póstfangið href="mailto:skilagjald@tollur.is">skilagjald@tollur.is og evhf@evhf.is

Greiða skal skilagjald á gjalddaga uppgjörstímabils inn á reikning með skýringunni "v/Skilagjalds".

Bkn: 0101-26-85002 Kt.650269-7649

Síðustu skil á skilagjaldsskýrslu til ríkisskattsstjóra var því 28. apríl s.l. fyrir uppgjörstímabilið janúar - febrúar 2014.

Leiðréttingar og kærur á skilagjaldi skal senda ríkisskattstjóra til og með uppgjörstímabili janúar-febrúar 2014 en vegna seinni uppgjörstímabila skulu þær framvegis sendar Tollstjóra.

Þessi breyting á ekki að hafa nein áhrif á gjaldendur. Tollstjóri hvetur gjaldendur til að hafa samband við skrifstofu Tollstjóra ef spurningar vakna eða senda fyrirspurnir á skilagjald@tollur.is.

Til baka