Tæplega 8000 skammtar af LSD haldlagðir

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tæplega 8000 skammtar af LSD haldlagðir

03.09.2014

Tollverðir hafa haldlagt 7996 skammta af LSD það sem af er þessu ári. Er það mun meira magn heldur en haldlagt hefur verið undanfarin ár, eins og sjá má á eftirfarandi samanburði:

Ár:

2014

2013

2012

2011

2010

LSD. stk:

7.996

715

10

4.488

501

Haldi þessi þróun áfram er það mikið áhyggjuefni, því um er að ræða ofskynjunarefni og geta sál- og geðrænar afleiðingar verið skelfilegar.

LSD-skammtarnir hafa borist til landsins með póstsendingum. Auk þeirra hafa tollverðir haldlagt 49 grömm af LSD-dufti það sem af er árinu.

Einnig hafa verið haldlögð, en í mun minna magni, e-duft, og -töflur, hass, maríjúana, metamfetamín, kannabisfræ, amfetamín og kókaín. Jafnframt nokkurt magn stera í föstu og fljótandi formi.

Málin hafa verið kærð til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu jafnóðum og þau hafa komið upp.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann

LSD

LSD

LSD

Til baka