Nokkrar lagabreytingar sem tóku gildi um áramót

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nokkrar lagabreytingar sem tóku gildi um áramót

05.01.2015

Breyting á hafnarlögum nr. 61/2003. Þann  12. desember s.l. voru staðfestar breytingar á hafnarlögum frá Alþingi. Helstu breytingar á lögunum fela í sér nánari skilgreiningu á hugtakinu neyðarhöfn, sem eftir breytingar  kallast skipaafdrep. Samgöngustofa útnefnir skipaafdrep hér á landi í áætlun um að liðsinna nauð­stöddum skipum á hafsvæðum í lög

sögu Íslands, að undangenginni máls­meðferð skv. 2. mgr. 21. gr. laganna. Breytinguna má finna hér.

Verkefni ríkistollanefndar renna til yfirskattanefndar:  Frá áramótum munu öll verkefni ríkistollanefndar renna til yfirskattanefndar, en nefndin er til húsa að Borgartúni 21. Frekari upplýsingar má finna hér: http://www.althingi.is/altext/144/s/pdf/0480.pdf

Lög nr. 63/2014: Breytingar munu taka gildi þann 1. janúar á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs. Um innleiðingu á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/98/EB um úrgang er að ræða en markmið laganna er m.a. að tryggja að tryggja að úrgangsstjórnun sé markviss og hagkvæm og að úrgangur fái viðeigandi meðhöndlun.  Sjá má nánari hér: http://www.althingi.is/altext/143/s/0277.html

Fjárlagafrumvarp 2015: Fjárlagafrumvarp 2015 hefur í för með sér ýmsar breytingar er varða gjöld sem Tollstjóri innheimtir. Má þar meðal annars nefna að lagt verður úrvinnslugjald á raftæki.  Sjá nánar hér: http://www.althingi.is/altext/144/s/0003.html

Til baka