Fjögur mál komu upp hér á landi í matvælaaðgerð

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Fugl með æti

Fjögur mál komu upp hér á landi í matvælaaðgerð

17.02.2015

Fjögur mál komu upp hér á landi í alþjóðlegri matvælaaðgerð sem gerð var á vegum Europol og Interpol í desember og janúar sl. Tollstjóri og Matvælastofnun  nutu atbeina embættis ríkislögreglustjóra og tengslaskrifstofu Íslands hjá Europol við framkvæmd verkefnisins hér.

Í umræddri aðgerð, Opson IV, sem framkvæmd var í verslunum, á mörkuðum, flugvöllum, höfnum og iðnaðarhúsnæði í 47 löndum var lagt hald á rúm 2.500 tonn af fölsuðum og ólöglegum matvælum í föstu og fljótandi formi.

Tollstjóri veitir ekki frekari upplýsingar þar sem umrædd mál eru enn í vinnslu.

Sjá nánar:

Á vefjum europol og Interpol

Til baka