Rúmlega 60 lyfja- og fíkniefnasendingar stöðvaðar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Rúmlega 60 lyfja- og fíkniefnasendingar stöðvaðar

11.04.2016

Tollverðir hafa haldlagt rúmlega 60 póstsendingar sem innihéldu fíkniefni eða ólögleg lyf það sem af er þessu ári. Málunum hefur verið vísað til lögreglu.   

Rúmlega 40 póstsendingar sem innihéldu meint fíkniefni voru haldlagðar. Kannabisfræ voru í flestum þeirra, eða níu, og átta innihéldu MDMA – fíkniefni. Áætlað magn síðarnefnda efnisins er samtals um 70 grömm.  Aðrar sendingar höfðu að geyma aðrar tegundir fíkniefna.

Um 20 póstsendingar innihéldu ólögleg lyfseðilsskyld  lyf. Í tíu þeirra var m.a. um að ræða nær 1300 skammta samtals, af sterkum, ávanabindandi lyfjum.

Flestar af þessum rúmlega 60 sendingum bárust frá Hollandi, eða 19  og næstflestar frá Bretlandi eða 11 sendingar.

Auk þessa haldlögðu tollverðir fyrr á  árinu tvær bögglapóstsendingar sem innihéldu 16.394 steratöflur og 1.635 millilítra af fljótandi sterum í stunguglösum og ambúlum. Efnin voru falin í frímerkjaalbúmum eins og þegar hefur verið greint frá. Þær sendingar komu frá Svíþjóð.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.

Til baka