Tekinn með kókaín innan klæða

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Tekinn með kókaín innan klæða

01.12.2017

Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar stöðvuðu í nóvember erlendan karlmann sem reyndist vera með umtalsvert magn af kókaíni innan klæða. Um var að ræða pakka sem innihélt um 350 grömm af kókaíni. Var hann saumaður fastur í nærbuxur mannsins. Tollverðir haldlögðu efnið.

Maðurinn, sem búsettur hefur verið hér á landi um skeið, var að koma frá Barcelóna á Spáni. Í för með honum var kona og handtók lögreglan á Suðurnesjum skötuhjúin bæði. Þau voru úrskurðuð í gæsluvarðhald en eru nú laus úr því og rannsókn málsins á lokastigi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum.

 

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra

Til baka