Lokað á Tryggvagötu 24 október kl. 14:55 vegna Kvennafrídagsins

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Lokað á Tryggvagötu 24 október kl. 14:55 vegna Kvennafrídagsins

24.10.2018

Í dag, miðvikudaginn 24. október 2018, eru konur hvattar til að leggja niður störf kl. 14:55, mæta á samstöðufund á Arnarhóli kl. 15:30.

Yfirskrift fundarins er “Breytum ekki konum, breytum samfélaginu” og er fundurinn tileinkaður konum sem stigið hafa fram í #metoo-byltingunni og þeim sem ekki hafa stigið fram.  Fundinum er líka ætlað að vekja athygli á kynbundum mun atvinnutekna og almennu öryggi kvenna á vinnustöðum. 

Tollstjóri styður jafnrétti og reiknar með að margar konur sem starfa hjá embættinu muni mæta á samstöðufundinn á Arnarhóli. Af þeim sökum verður óhjákvæmilega skert þjónusta í afgreiðslu Tollstjóra frá kl. 14:55 í dag 24. október. Bent skal á að ekki verður hægt að taka á móti greiðslum. 

   
Við minnum á að hægt er að greiða skatta og gjöld inná eftirfarandi reikning:  

Banki Hb. Reikn.nr. Kennitala
0101 26 85002 650269-7649

Vinsamlega sendið skýringar á greiðslum inn á þennan reikning á netfangið 85002[hja]tollur.is
Við minnum jafnframt á að afgreiðsla Tollstjóra er opin til kl. 18:00 á fimmtudögum. 

Til baka