Námskeið í tollskýrslugerð, inn- og útflutningur

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Skip speglast í hafinu

Námskeið í tollskýrslugerð, inn- og útflutningur

31.10.2018

Námskeið í tollskýrslugerð vegna inn- og útflutnings verður haldið í Tollskóla ríkisins 27. nóvember til og með 5. desember 2018.

Þátttakendur fá þjálfun í gerð tollskýrslu vegna inn- og útflutnings auk þess sem farið verður yfir helstu reglur, fylgiskjöl, útreikninga, uppbyggingu tollakerfis, upprunavottorð o.fl.  Kennsla fer fram á Tryggvagötu 19 kl. 12:20-16:00.  Námskeiðið er 30 kennslustundir sem dreifast á 6 skipti. Athugið að námskeiðið verður aðeins haldið ef næg þátttaka næst. 

Nánari upplýsingar:

Dagsetningar:

þriðjudagur 27. nóvember, miðvikudagur 28. nóvember, fimmtudagur 29. nóvember 

mánudagur 3. desember, þriðjudagur 4. desember og miðvikudagur 5. desember.

 

Tími: kl. 12:20-16:00.

Staður: Tollhúsið Tryggvagötu 19, 3. hæð.

Kostnaður : 40.000 kr.

Skráningarfrestur er til 22. nóvember n.k.

 

Skráning sendist á hrafnhildur.johannesdottir@tollur.is

Það sem þarf að koma fram við skráningu er; nafn, kennitala, netfang og símanúmer þátttakanda.  Kennitala greiðanda.

 

Nánari upplýsingar veitir Hrafnhildur Jóhannesdóttir, s. 560-0457/698-0999.

Til baka