Breski og norski tollstjórinn í heimsókn

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Skip speglast í hafinu

Breski og norski tollstjórinn í heimsókn

04.02.2019

Tollstjórar Bretlands og Noregs eru um þessar mundir staddir á Íslandi ásamt föruneyti. Þeir munu í dag og á morgun eiga fundi með Sigurði Skúla Bergsyni tollstjóra um málefni sem tengjast tollamálum, samvinnu og Brexit. Einnig verða haldnir fundir með þátttöku Utanríkisráðuneytisins og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

 
 Tollstjórarnir Øystein Børmer, Sigurður Skúli Bergsson og William Williamson
 
Fyrir Íslands hönd sátu fundinn Sigurður Skúli Bergsson, Sigfríður Gunnlaugsdóttir, Karen Bragadóttir og Steinþór Skúlason. Fulltrúar norðmanna voru Pål Hellesylt og Øystein Børmer. Fulltrúar Bretlands voru William Williamson, Daniel Johns og Victor De-Vizio.

 

Til baka