Afgreiðslu í Tollhúsinu lokað

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Tollhúsið

Afgreiðslu í Tollhúsinu lokað

17.03.2020

Afgreiðslu Skattsins og Tollgæslu Íslands í Tollhúsinu hefur verið lokað meðan á samkomubanni vegna COVID-19 stendur. Eru viðskiptavinir beðnir afsökunar á því ónæði sem af því hlýst.

Öll starfsemi Skattsins og Tollgæslunnar er eigi að síður í gangi og eru viðskiptavinir hvattir til þess að nýta sér upplýsingar á www.rsk.is fyrir innheimtumál og á www.tollur.is fyrir tollamál.

Að sama skapi eru þeir beðnir sem þurfa að ná sambandi við Skattinn eða Tollinn til þess að afgreiða sín mál, að gera það annaðhvort í gegnum tölvupóst eða með símtali. Viðskiptavinum er einnig bent á að hægt er að greiða útistandandi kröfur í gegnum heimabanka viðkomandi

Hafa samband:

  • Þeir sem þurfa að að ná sambandi við innheimtu eru beðnir um að hafa samband í síma: 442 1000 eða í gegnum rsk@rsk.is
  • Þeir sem þurfa að hafa samband við lögfræðiinnheimtu vegna greiðsluáætlana og innheimtuaðgerða eru beðnir um að hafa samband í síma: 442 1000 eða í gegnum vanskil@rsk.is
  • Þeir sem þurfa að sambandi við Tollinn eru beðnir um að hafa samband í síma: 5600 300 eða í gegnum upplysingar@tollur.is

Skila gögnum/fá gögn:

Ef viðskiptavinir þurfa að skila af sér gögnum (t.a.m. tollskýrslum) eru þeir beðnir um að merkja þau og setja í umslög (ef þau eru það ekki nú þegar) og setja í pósthólf við aðalinngang Tollhússins. Pósthólfið verður tæmt á klukkutíma fresti.

Þeir sem þurfa að fá afhent eyðublöð eða gögn eru vinsamlegast beðnir að hringja í ofangreind símanúmer og mun starfsmaður koma og þjónusta viðkomandi.

Allir aðilar sem koma með vöru eða þjónusta húsið eru beðnir um að hafa beint samband við umsjónarmann hússins í síma: 8229961

 

English version

Til baka