Hámarksfjöldi undirbréfa í uppskiptingu aukinn í 2500

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Hluti mósaík listaverksins á Tollhúsinu

Hámarksfjöldi undirbréfa í uppskiptingu aukinn í 2500

30.04.2020

Gerð hefur verið breyting á hámarksfjölda undirbréfa (uppskiptinga) frumfarmbréfs (master) sem hægt er að senda inn í farmskrá tollakerfis. 
Hámarksfjöldi undirbréfa í uppskiptingu er aukinn í 2500 undirbréf.  

Fyrir breytingu var hámarkið 380 uppskiptingar í skiptingu frumfarmbréfs, en eftir breytingu er hámarkið 2500.
Breytingin tekur bæði til uppskiptinga safnsendinga og hraðsendinga.
Breytingin tekur bæði til uppskiptinga vegna innfluttra og útfluttra vörusendinga.

Þegar fjöldi undirbréfa (uppskiptinga) fer yfir 999 skal skrá í stafrófsröð (A01, A02...A99, o.s.frv.) bókstafi í 16. sæti sendingarnúmers, á eftir þeim skiptistaf sem tollyfirvöld hafa úthlutað viðk. farmflytjanda/tollmiðlara, t.d. D001, D002...D999, DA01, DA02 ...DA99 o.s.frv. - Séríslenskir stafir og broddstafir eru ekki leyfilegir, þ.e. ekki má nota Ð, É o.s.frv.

Dæmi um sendingarnúmeraseríu í uppskiptingu frumfarmbréfs í 1000+ undirbréf.
Tollmiðlari/farmflytjandi notar t.d. skiptistafinn D í 15. sæti sendingarnúmers og bókstafi í stafrófsröð í 16. sæti sendingarnúmers þegar fjöldi uppskiptinga fer yfir 999:
LTTU26010DKCPHD001-D999...LTTU26010DKCPHDA01-DA99
...LTTU26010DKCPHDB01-DB99...LTTU26010DKCPHDP01-DP16

Þ.e. röðina skal skrá með bókstaf í 16 sæti sendingarnúmers (þriðja aftasta sæti ef vartala er ekki talin með), þegar fjöldi uppskiptinga fer yfir 999, á eftir skiptistafnum.
Dæmi úr EDI CUSCAR-skeyti:
...
UNH+10001+CUSCAR:S:93A:UN+861'
BGM+785+LTTU26010DKCPHDC084+9' <- ath. "4" er vartala
DTM+137:20200324:102'
LOC+18+TTU'
LOC+20+ISREK'
GIS+23'
RFF+AWB:DC08'
NAD+IM+6502697649::ZZZ'
GID++5:CLL'
FTX+AAA+++Vörulýsing'
PCI+28+Merki og númer'
QTY+118:150:KGM'
UNT+13+10001'
UNH+10001+CUSCAR:S:93A:UN+861'
BGM+785+LTTU26010DKCPHDC09M+9' <- ath. "M" er vartala
DTM+137:20200324:102'
LOC+18+TTU'
LOC+20+ISREK'
GIS+23'
RFF+AWB:DC09'
NAD+IM+6501881019::ZZZ'
GID++5:CLL'
FTX+AAA+++Vörulýsing'
PCI+28+Merki og númer'
QTY+118:150:KGM'
UNT+13+10001'
...
Nánari upplýsingar
Um tollamál og tollafgreiðslu: Þjónustuver tollyfirvalda hjá Skattinum, upplysingar[hja]tollur.is
Um tæknilega framkvæmd: Tæknisvið tollyfirvalda hjá Skattinum, ut[hja]tollur.is

Til baka