Reglur um sýningarleyfi felldar úr gildi frá og með 6. maí 2020

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Stjórnartíðindi

Reglur um sýningarleyfi felldar úr gildi frá og með 6. maí 2020

07.05.2020

Þann 6. maí s.l. var birt í Stjórnartíðindum auglýsing af hálfu Fjármála- og efnahagsráðuneytisins þar sem felldar eru úr gildi reglur nr. 487/1994, um tímabundinn tollfrjálsan innflutning ökutækja til sýningar. Í þessu felst að öll sýningarleyfi sem Tollstjóri hefur gefið út falla úr gildi frá með og með 6. maí 2020. Öll ökutæki sem nú eru á sýningarleyfum halda þó leyfum sínum samkvæmt þeim skilmálum sem um þau giltu þegar þau voru útgefin, en engin ný leyfi verða gefin út frá og með 6. maí.

Umræddar reglur voru frá árinu 1994 og því orðnar barn síns tíma og samræmdust ekki þeirri framkvæmd sem nú tíðkast við tímabundinn innflutning tækja til og frá landsins.

Í samræmi við þessar breytingar hafa verið gerðar breytingar á 7. gr. reglugerðar nr. 331/2000, um vörugjald af ökutækjum, með síðari breytingum. Eftir þá breytingu, sem birt var í Stjórnatíðindum þann 16. apríl sl., hljóðar 7. gr. svo:

„Vörugjald af innfluttum ökutækjum og öðrum gjaldskyldum vörum skal lagt á og innheimt við tollafgreiðslu. Að ósk innflytjanda skal fresta innheimtu vörugjalds af skráningarskyldum öku­tækjum þar til þau eru skráð samkvæmt umferðarlögum, þó ekki lengur en í tólf mánuði frá toll­afgreiðsludegi.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. skal fresta innheimtu vörugjalds af skráningarskyldri bifreið þess sem flytur hingað til lands til varanlegrar búsetu, í allt að einn mánuð frá komudegi flutningsfars til landsins. Það er skilyrði að innflytjandi flytji bifreiðina til landsins eigi síðar en einum mánuði frá komu hans sjálfs til landsins.“

Í þessu felst sú breyting að í stað sýningarleyfa fá innflytjendur ökutækja greiðslufrest á vörugjaldi af skráningaskyldum ökutækjum þar til þau eru skráð samkvæmt umferðarlögum. Ekki er þó heimilt að veita slíka frestun lengur en í 12 mánuði. Að 12 mánuðum liðnum innheimtist vörugjaldið sjálfkrafa af þeim ökutækjum sem flutt hafa verið inn til landsins og fengið gjaldfrest á vörugjald, en ekki verið skráð samkvæmt umferðarlögum.

 

Breyting þessi gerir það að verkum að allir innflytjendur skráningarskyldra ökutækja standa nú jöfnum fæti þegar kemur að skuldfærslu vörugjalds.

Til baka