Dæmt í máli vegna rangrar upplýsingagjafar til tollyfirvalda. Innflytjandi ökutækis sektaður fyrir ranga upplýsingagjöf.

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Borði og bergrisi

Dæmt í máli vegna rangrar upplýsingagjafar til tollyfirvalda. Innflytjandi ökutækis sektaður fyrir ranga upplýsingagjöf.

14.01.2021

Í vikunni var kveðinn upp dómur í héraðsdómi Reykjaness í máli er varðaði ranga upplýsingagjöf innflytjanda í tengslum við innflutning á Land Rover ökutæki. Innflytjandi var dæmdur fyrir brot á 1. mgr. 172. gr. tollalaga og til að greiða sekt að upphæð 5.273.000 kr.

Dómurinn taldi þær skýringar sem innflytjandi hafði uppi um innkaupsverð ökutækisins vera ótrúverðugar og með ólíkindablæ. Féllst dómurinn á röksemdir ákæruvaldsins og taldi enn fremur að Tollgæslustjóri hefði komist að réttri niðurstöðu um raunverulegt innkaupsverð ökutækisins.

Rannsóknardeild Tollgæslustjóra fór með rannsókn málsins sem lauk með því að málinu var vísað til Lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Sjá má dóminn hér að neðan en óvíst er hvort innflytjandi sæti niðurstöðunni eða áfrýi til hærra dómstigs:

https://www.heradsdomstolar.is/default.aspx?pageid=347c3bb1-8926-11e5-80c6-005056bc6a40&id=a5b40e61-028b-422b-b422-47b162309abe

 

 

Til baka