Nýtt farmverndarkerfi - helstu atriði og innskráning

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Nýtt farmverndarkerfi - helstu atriði og innskráning

Í október 2019 var tekin í notkun ný og breytt útgáfa af tölvukerfi farmverndar. Hér á eftir er yfirlit yfir nýja farmverndarkerfið.

Upphafssíða farmverndar

Upphafssíða farmverndar er: https://farmvernd.tollur.is

Í valrönd er hægt að velja eftirfarandi liði:

Valmynd á upphafssíðu

 

Uppi til hægri eru tvö tákn. Smellt er á spurningamerkið til að fá hjálp en lásinn til að skrá sig inn í farmverndarkerfið.

Hnappar fyrir hjálp og innskráningu

Innskráning

Mikilvægt: notendur, sem eiga hvorki íslykil né rafræn skilríki, eru hvattir til þess að fá sér slíkt auðkenni hið fyrsta til þess að geta tengst nýja farmverndarkerfinu þegar núverandi kerfi verður lokað. Þú notar þína kennitölu og þitt auðkenni til að sanna hver þú ert og kemst inn í kerfið hafir þú haft aðgang að eldra farmverndarkerfinu.

 • Á upphafssíðu farmverndar er hægt að velja um tvær leiðir til að skrá sig inn: annað hvort að smella á Innskráning í valrönd eða smella á láshnappinn uppi til hægri.
 • Skatturinn nýtir innskráningarþjónustu island.is til að auðkenna notendur inn í nýtt farmverndarkerfi Skattsins. Þessi þjónusta er í eigu ríkisins og er rekin af Þjóðskrá Íslands
 • Þjónustan styður auðkenningu með íslykli, rafrænu skilríki í síma eða rafrænu skilríki á korti. Skatturinn mælir með því að notuð séu rafræn skilríki en þau eru talin veita mest öryggi.
 • Eftir auðkenningu hjá island.is tengist notandi vinnuumhverfi sínu í farmverndarkerfinu. Sé notandi með eitt hlutverk, birtist vinnuumhverfi hans. Sé notandi hins vegar með fleiri en eitt hlutverk, birtist fyrst listi yfir hlutverk. Notandi smellir á það hlutverk, sem nota á og þá birtist vinnuumhverfi hans.

Skjámynd skipt á milli hlutverka

Notandi með fleiri en eitt hlutverk getur svo í framhaldinu skipt um hlutverk með því að smella á þennan hnapp og birtist þá fyrrnefndur listi aftur:

Hnappur til að skipta um hlutverk

Vinnuumhverfi forráðamanns

Forráðamaður getur valið þessa verkliði:

Valmynd forráðamanns

 

 • Fulltrúar: hér er hægt að fá yfirlit yfir fulltrúa og skrá nýjan fulltrúa. Í yfirliti yfir fulltrúa er að auki hægt að afskrá fulltrúa.
 • Yfirlýsingar: hér er hægt að fá yfirlit yfir yfirlýsingar.
 • Innsigli: hér er hægt að panta innsigli, fá yfirlit yfir pantanir og yfirlit yfir innsigli.
 • Aðrar aðgerðir: hér eru tveir undirliðir:
  • Umsóknir: hægt að fá yfirlit yfir umsóknir.
  • Áætlanir: hægt að skrá og fá yfirlit yfir áætlanir og skrá nýjar starfsstöðvar.

Vinnuumhverfi fulltrúa

Fulltrúi getur valið þessa verkliði:

Valmynd fulltrúa

 • Yfirlýsingar: hér fær fulltrúi yfirlit yfir sínar eigin yfirlýsingar.
 • Nýskrá yfirlýsingu: hér er hægt að skrá nýja yfirlýsingu.

 

Umsókn um aðild

Fyrirtæki sem nú þegar hafa aðgang að gamla farmverndarkerfinu þurfa ekki að sækja um aðgang aftur. Ef sækja á um aðgang að farmverndarkerfinu, á að velja liðinn Umsókn um aðild í valrönd og birtist þá ný umsóknarsíða.

Sjá einnig fleiri skjöl hér

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir