Útfylling farmverndaryfirlýsingar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Útfylling farmverndaryfirlýsingar

Almennt um farmverndaryfirlýsingu

Fyrirtæki sem farmverndarfulltrúi skráir farmverndaryfirlýsingu fyrir

Þegar farmverndarfulltrúi skráir sig inn á umsjónarvef farmverndar tengist hann heimasvæði tiltekins fyrirtækis. Á heimasvæðinu er eingöngu hægt að stofna farmverndaryfirlýsingar fyrir það fyrirtæki. Ákveðnar upplýsingar um fyrirtækið og farmverndarfulltrúann eru svo skráðar sjálfvirkt inn í farmverndaryfirlýsinguna og getur farmverndarfulltrúi ekki breytt þeim.

Verklag við gerð farmverndaryfirlýsingar

Þegar farmverndaryfirlýsing hefur verið fyllt út er hún vistuð með því að smella á hnappinn Skrá yfirlýsingu. Ef villur koma fram þegar farmverndaryfirlýsing er skráð, þarf að leiðrétta þær og smella aftur á Skrá yfirlýsingu.

Þegar búið er að skrá rétta farmverndaryfirlýsingu birtist ný síða með upplýsingum um farmverndaryfirlýsinguna. Ef allt er rétt, er smellt á hnappinn Afgreiða.

Á sömu síðu er einnig hægt að smella á hnappinn Breyta, ef leiðrétta þarf einhver atriði í farmverndaryfirlýsingunni. Á síðunni er einnig hægt að smella á hnappinn Eyða, ef eyða þarf farmverndaryfirlýsingunni.

Þegar smellt er á hnappinn Afgreiða sbr. fyrri lið birtist ný síða með hnöppunum Afturkalla og Prenta.

Nú þarf farmverndarfulltrúi að prenta út eintak af farmverndaryfirlýsingunni, tilgreina jafnframt stað og dagsetningu í svæði númer 17 og undirrita hana í svæði númer 19. Ef farmverndaryfirlýsing er gefin út vegna hlaðins gáms eða tengivagns, á farmverndarfulltrúi jafnframt að skrá númer ökutækis, sem flutti gáminn/tengivagninn á haftasvæði hafnar í svæði númer 16.

Í svæði númer 18 skráir farmflytjandi, eða verndarfulltrúi hafnar, jafnframt stað og dagsetningu við móttöku á farmi, sem er tilbúinn og frágenginn til útflutnings með vísan til reglna um farmvernd. Sami starfsmaður undirritar svo yfirlýsinguna í svæði númer 20.

Leiðbeiningar um einstaka reiti í farmverndaryfirlýsingu

A. Reitir sem eru fylltir út áður en farmverndaryfirlýsing er vistuð, afgreidd og prentuð út.

Veldu tegund yfirlýsingar

Þegar tegund yfirlýsingar er valin birtist viðeigandi útgáfa af farmverndaryfirlýsingunni.
Ef tegund yfirlýsingar gerir ráð fyrir innsigli og fyrirtækið á bæði boltainnsigli og vírinnsigli, birtist gluggi þar sem tegund innsiglis er valin.

1 Nafn fyrirtækis

Upplýsingar eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum.

2 Kennitala fyrirtækis

Upplýsingar eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum.

3 Heimilisfang fyrirtækis

Upplýsingar eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum.

4 Heimildarnúmer fyrirtækis

Þegar fyrirtækið fékk viðurkenningu sem farmverndaraðili úthlutaði Tollstjórinn í Reykjavík því ákveðnu heimildarnúmeri vegna farmverndar. Upplýsingar um heimildarnúmer fyrirtækisins eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum.

5 Dagsetning innsiglunar eða dagsetning lestunar eða dagsetning brottfarar

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að tilgreina dagsetningu innsiglunar. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að tilgreina lokadag lestunar.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á að tilgreina dagsetningu brottfarar.

Til hægðarauka er núverandi dagsetning birt. Farmverndarfulltrúi velur dagsetningunni ef innsiglun / lestun / brottför var á öðrum degi en þeim sem birtist sjálfkrafa. Ný dagsetning er valin með því að smella á núverandi dagsetningu og velja nýja dagsetningu úr dagatali, sem þá birtist.

6 Tími innsiglunar eða tími lestunar eða tími brottfarar

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að tilgreina tíma innsiglunar. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að tilgreina tímann þegar lestun lauk.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma), heitir svæðið Tími brottfarar og er ekki fyllt út.

Til hægðarauka birtist tíminn þegar farmverndaryfirlýsing var opnuð á vef. Farmverndarfulltrúi breytir tímanum, ef innsiglun / lestun lauk á öðrum tíma en þeim sem birtist sjálfkrafaNýr tími er valinn með því að smella á núverandi tíma og velja nýjan tíma í glugga, sem þá birtist.

7 Gámanúmer eða skráningarnúmer tengivagns

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms á að skrá gámanúmer. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tengivagns á að skrá skráningarnúmer tengivagns.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á að skrá gámanúmer. Þegar farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma birtist hnappurinn Fleiri. Smellt er á hnappinn til að bæta við línum og skrá gámanúmer (og einnig númer innsiglis, sbr. næsta lið á eftir) fyrir fleiri en einn tóman gám.

Hægt er að skrá allt að 20 stafi sem gámanúmer en allt að  8 stafi sem skráningarnúmer tengivagns.

8 Númer innsiglis

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að skrá númer innsiglis. Sleppa á núllum fremst í númeri innsiglis og stafnum V fremst í númeri vírinnsiglis.
Ef breyta á númeri innsiglis á vistaðri yfirlýsingu, er smellt á blýantstákn í reitnum og númeri svo breytt. Eigi fyrirtækið boltainnsigli og vírinnsigli, birtist fyrst lítil mynd þar sem tegund innsiglis er valin. Þegar númeri innsiglis er breytt þarf í sumum tilfellum að skrá gámanúmer að nýju.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á ekki að skrá númer innsiglis.

Þegar farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma birtist hnappurinn Fleiri. Smellt er á hnappinn til að bæta við línum og skrá númer innsiglis (skráð í sömu línu og gámanúmer, sbr. næsta lið á undan) fyrir fleiri en einn tóman gám.

9 Farmverndarfulltrúi sem innsiglar eða hefur umsjón með lestun

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að tilgreina farmverndarfulltrúa sem innsiglaði gám eða tengivagn. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að tilgreina farmverndarfulltrúa sem hafði umsjón með lestun.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á að tilgreina farmverndarfulltrúa sem undirritar og ber ábyrgð á farmverndaryfirlýsingunni.

Valið er úr fellilista.

10 Tollumdæmi

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms, eða tengivagns á að tilgreina landshluta þar sem gámur var innsiglaður. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að tilgreina landshluta þar sem lestun fór fram.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms (tómra gáma) á að tilgreina tilgreina landshluta þar sem  farmflytjandi á lögheimili..

Valið er úr fellilista.

11 Brúttóþungi í kg

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns getur skráð brúttóþyngd orðið allt að 45000 kílóum.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum getur skráð brúttóþyngd orðið allt að 99999999 kílóum.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma á ekki að skrá brúttóþyngd.

12 Raðnúmer farmverndaryfirlýsingar

Þetta er einkvæmt númer sem farmverndaryfirlýsingin fær í tölvukerfi farmverndar. Upplýsingar eru sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í farmverndaryfirlýsingu. Farmverndarfulltrúi getur ekki breytt upplýsingum

13 Hleðslustaður

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns á að skrá staðinn þar sem gámur var innsiglaður. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á að skrá staðinn þar sem skip var lestað.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tóms gáms á að skrá heiti hafnar þar sem gámur fór um borð í skip.

Ef hleðslustaður er höfn nægir að skrá heiti hafnarinnar. Annars þarf að skrá fullt heimilisfang á hleðslustað

Gerð svæðis:(a..100)

14 Ákvörðunarland farms

Land er valið er úr fellilista.

15 Vörulýsing

Hér á að skrá einfalda vörulýsingu.

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma eru upplýsingar sóttar sjálfvirkt í tölvukerfi farmverndar og skráðar þannig inn í svæði fyrir vörulýsingu.

Gerð svæðis: (n...500)

 

B. Reitir sem skrifað er í eftir að búið er að prenta út farmverndaryfirlýsingu

16 Skráningarnúmer ökutækis

Ef farmverndaryfirlýsing er vegna hlaðins gáms eða tengivagns, á farmverndarfulltrúi sem undirritar farmverndaryfirlýsingu jafnframt að skrá númer ökutækis, sem flutti gáminn / tengivagninn á haftasvæði hafnar. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna farms í lausu eða lestunar með dælum á ekki að skrá númer ökutæks. Ef farmverndaryfirlýsing er vegna tómra gáma á ekki að skrá skráningarnúmer ökutækis.

17 Staður og dagsetning

Farmverndarfulltrúi sem undirritar og er ábyrgur fyrir farmverndaryfirlýsingunni skráir hér stað og dagsetningu þegar undirritun fer fram.

18 Staður og dagsetning

Farmflytjandi, eða verndarfulltrúi hafnar, skráir hér stað og dagsetningu við móttöku á farmi sem er tilbúinn og frágenginn til útflutnings með vísan til reglna um farmvernd.

19 Staðfesting farmverndarfulltrúa

Hér undirritar farmverndarfulltrúi sem er ábyrgur fyrir farmverndaryfirlýsingunni skjalið.

20 Staðfesting farmflytjanda

Hér undirritar farmflytjandi, eða verndarfulltrúi hafnar, farmverndaryfirlýsinguna við móttöku á farmi sem er tilbúinn og frágenginn til útflutnings með vísan til reglna um farmvernd.

21 Athugasemdir flutningsaðila

Hér getur flutningsaðili handskráð athugasemdir, ef ástæða er til.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir