Vírinnsigli – breytingar á tölvukerfi farmverndar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Vírinnsigli – breytingar á tölvukerfi farmverndar

Fram til þessa hefur eingöngu verið hægt að nota svokölluð boltainnsigli við framkvæmd farmverndar. Nú verður sú breyting á, að hægt verður að kaupa svokölluð vírinnsigli hjá Skattinum og nota þau við framkvæmd farmverndar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir breytingum á tölvukerfi farmverndar, sem tilkoma vírinnsigla hefur í för með sér.

Panta innsigli

  • Nýr fellilisti hefur bæst við þar sem velja þarf tegund innsigla. Önnur atriði eru óbreytt.

Ýmsar síður með upplýsingum um innsigli

  • Á síðunni Pantanir – yfirlit er nýr fellilisti þar sem hægt að velja tegund innsigla.
  • Í yfirliti á sömu síðu er einnig nýr dálkur með upplýsingum um tegund innsigla.
  • Á síðunni Innsigli – yfirlit eru einnig sambærilegar breytingar og á síðunni Pantanir – yfirlit.

Yfirlýsingar

  • Á síðunni Yfirlýsingar er nýr fellilisti þar sem hægt að velja tegund innsigla.
  • Í yfirliti á sömu síðu er einnig nýr dálkur með upplýsingum um tegund innsiglis.

Nýskrá yfirlýsingu

  • Ef fyrirtæki á bæði boltainnsigli og vírinnsigli, birtist fyrst gluggi þar sem merkt er við þá tegund innsiglis, sem nota á. Þetta gerist eingöngu þegar tegund yfirlýsingar gerir ráð fyrir innsigli og fyrirtækið á báðar tegundir innsigla.
    Skráning yfirlýsingar er að öðru leyti óbreytt.
  • Í reit númer 8 birtast upplýsingar um tegund innsiglis innan sviga.

Nánari upplýsingar um tegund innsigla

 

Boltainnsigli 

Boltainnsigli henta á venjulega vörugáma. Þau eru í pökkum, sem hver inniheldur 250 stykki.

Í hverjum pakka eru 25 einingar, hver með 10 stykki.

Sjá einnig á https://www.mfsecurityseals.my/shop/2k-klicker-bolt-seal/

 

Vírinnsigli 

Vírinnsigli henta á vörugáma með þrengra op en er á venjulegum vörugámum. Þau eru í pökkum,

sem hver inniheldur 250 stykki. Í hverjum pakka eru 50 einingar,  hver með 5 stykki.

Sjá nánar á https://www.mfsecurityseals.my/shop/mclz-350-cable-seal/

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir