Leiðbeiningar með eyðublaðinu E27 - Niðurfelling aðflutningsgjalda af aðföngum til atvinnustarfsemi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Leiðbeiningar með eyðublaðinu E27 - Niðurfelling aðflutningsgjalda af aðföngum til atvinnustarfsemi

Þetta eyðublað inniheldur virkni sem krefst notkunar Adobe Reader, forritið er frítt og mælt er með nýjustu útgáfu. Eyðublaðið virkar ekki rétt með öðrum pdf lesurum.

Skoðaðu þessa lausn ef þú lendir í vandræðum með að opna eyðublaðið.


1. Um undanþágu tolla af hráefni, efnisvörum og hlutum í framleiðsluvörum gilda ákvæði 7. gr. tollalaga nr. 88/2005. Um undanþágu vörugjalds af hráefni, efnivörum og hlutum í framleiðsluvörur gilda ákvæði 5. og 10. gr. laga nr. 97/1987, um vörugjald, með síðari breytingum. Nánar er kveðið á um framkvæmd í X. kafla reglugerðar nr. 603/2008 um ýmis tollfríðindi, með síðari breytingum.

Tollur og vörugjald af aðföngum til atvinnustarfsemi á eftirtöldum sviðum skulu falla niður eftir því sem við á :

1. Við framleiðslu iðnaðarvara. Undanþágan gildir ekki um skipasmíðar og skipaviðgerðir.
2. Við framleiðslu garðyrkjuafurða.
3. Við kvikmyndagerð og hljóðvinnslu.
4. Af vörum til flugrekstrar.

2. Almenn skilyrði undanþágu gjalda samkvæmt X. kafla reglugerðar nr. 630/2008 eru:

Að aðföngin falli undir vörusvið viðkomandi atvinnustarfsemi eins og því er lýst.

Að aðföngin séu ætluð aðilum sem:

a. stunda atvinnurekstur sem veitir rétt til undanþágu samkvæmt þessum kafla,
b. hafa tiltekin starfs- og rekstrarleyfi, t.d. iðnaðarleyfi eða flugrekstrarleyfi, og
c. hafa tilkynnt atvinnureksturinn til skráningar hjá ríkisskattstjóra sé það áskilið, skv. 5. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum.

Að aðföngin verði eingöngu notuð í viðkomandi atvinnustarfsemi.

Rétthafi  undanþágu tolls og/eða vörugjalds samkvæmt ofangreindum ákvæðum skal senda Tollstjóra sérstaka tilkynningu til skráningar, þar sem fram koma upplýsingar um þá starfsemi sem um ræðir og þau aðföng sem hann hyggst afla sér.

Uppfylli skráningarskyldur aðili skilyrði til undanþágu gefur Tollstjóri út staðfestingu . Staðfesting Tollstjóra veitir aðila heimild til þess að flytja aðföngin til landsins án greiðslu aðflutningsgjalda eða til þess að fá aðflutningsgjöld endurgreidd eftirá í samræmi við efni staðfestingarinnar.

3. Tilkynningareyðublaðið skal skilmerkilega útfyllt og undirritað eins og texti reita segir til um. Þar skal m.a. gera stuttlega grein fyrir starfsemi og/eða framleiðslu viðkomandi og aðvinnslu og aðföngum eftir því sem við á. Ekki er nauðsynlegt að senda Tollstjóra afrit af leyfi til atvinnurekstrar eða önnur gögn nema Tollstjóri óski eftir því eða krefjist frekari skýringa vegna skráningar.

4. Tilkynningin skal send Tollstjóra í tvíriti en viðkomandi fær staðfest afrit til baka með áritun Tollstjóra þar sem heimildarnúmer ásamt undanþágulykli  kemur fram í reit 11.

5. Við tollafgreiðslu skal gefa til kynna ósk um undanþágu frá greiðslu gjalda með því að tilgreina undanþágulykil þann sem við á hverju sinn ásamt sérstakri undanþágutilvísun (t.d. UND T0026 vegna véla til iðnaðarframleiðslu, sbr. reit 8 á eyðublaðinu) í reit 14 í aðflutningsskýrslu. Með þessum hætti lýsir rétthafi því yfir að hann sæki um undanþágu aðflutningsgjalda af tiltekinni vöru í vörusendingu samkvæmt þeim heimildum sem undanþágutilvísun nær til. Jafnframt felur slík umsókn í sér yfirlýsingu um að rétthafi skuldbindi sig til að hlíta öllum þeim fyrirmælum, skilyrðum og takmörkunum sem í nefndum heimildum er að finna fyrir undanþágu gjaldanna og ráðstöfun vörunnar.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir