Leiðbeiningar með eyðublaðinu TS-V01 tilkynning um vörugjaldsskylda starfsemi

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Leiðbeiningar með eyðublaðinu TS-V01 tilkynning um vörugjaldsskylda starfsemi

LEIÐBEININGAR UM ÚTFYLLINGU TILKYNNINGAR UM VÖRUGJALDSSKYLDA STARFSEMI TS-V01

Samkvæmt lögum nr. 29/1993, um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl. sbr. reglugerð nr. 331/2000

Merkja skal í reiti efst á eyðublaðinu hvort aðili er að tilkynna sig í fyrsta sinn vegna vörugjaldsskyldrar starfsemi sinnar eða hvort hann er að tilkynna um breytingar.

Leiðbeiningar við einstaka stafliði:

A. Vakin er athygli á því að ef um rekstur einstaklingsfyrirtækis er að ræða skal rita nafn og kennitölu eiganda fyrirtækisins í reitina „Nafn rekstraraðila" og „Kennitala rekstraraðila" en ekki nafn og kennitölu einstaklingsfyrirtækisins þótt það sé skráð í fyrirtækjaskrá með sérstakri kennitölu.

B. Hér er óskað ettir upplýsingum um starfsemi og starfsstað. Í reitinn „Tegund atvinnurekstrar" er ætlast til að tilgreint sé almennum orðum um hvers konar starfsemi er að ræða.

C. Telja skal upp þær gjaldsskyldu vörur sem aðili framleiðir eða hljóta aðvinnslu hjá honum. Áríðandi er að tilgreind sé tilvísun i viðkomandi tölulið og/eða staflið 3. eða 4. gr. reglugerðarinnar.

D. Hér skal merkja við ef aðili er hættur rekstri eða hefur selt rekstur sinn og vill því falla niður af skrá yfir vörugjaldsskylda aðila.

Tilkynninguna skal senda til skattsins.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir