Rafræn breyting farmbréfa með CUSCAR skeyti

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Rafræn breyting farmbréfa með CUSCAR skeyti

Þegar farmflytjandi hefur heimild til rafrænna breytinga frambréfa skal breyting framkvæmd með CUSCAR skeyti sem tilkynnir Tollstjóra um breytingu á farmbréfi sendingar, sem þegar hefur verið sent inn í Tollakerfi og þar með skráð í farmskrárkerfi Tollakerfis Tollstjóra. 

Í farmskrárhugbúnaði farmflytjanda/tollmiðlara skal haldið utan um útgáfur og breytingar frambréfa þannig að sjá megi hvaða tiltekin atriði farmbréfs hafa tekið breytingum, hvenær og hvernig það var fyrir breytingu. 

Þegar farmbréfi er breytt eru öll atriði farmbréfs viðkomandi sendingar send í CUSCAR skeyti þó aðeins eitt eða fleiri tiltekin atriði taki breytingum.

Einungis er leyfilegt að breyta, með rafrænum hætti, farmbréfum vörusendinga sem EKKI hafa verið teknar til tollmeðferðar, þ.e. vörusending verður að vera í stöðunni Farmskrá í kerfi Tollstjóra og tollskýrsla og önnur fylgiskjöl viðkomandi vörusendingarinnar hafa ekki verið móttekin í Tollakerfi Tollstjóra.

Rafræn breyting á farmbréfi er framkvæmd með hefðbundnu farmbréfaskeyti (CUSCAR) með því fráviki að gagnastak 1225 í lok BGM-liðar verður að innihalda lykilinn 5 (= kemur í stað eldra farmbréfs) sem tilkynnir Tollstjóra að um sé að ræða breytingu farmbréfi, þ.e. farmbréfi sem þegar hefur verið lesið inn í Tollakerfi.  Vartala sendingarnúmers skal ætíð skráð líkt og almennt gildir um innsend farmbréf.

BGM-liður lítur því þannig út: BGM+785+A97417111GBEMA0967E+5

Dæmi um CUSCAR - Rafræn breyting á farmbréfi: 

Gagnaliðir
Skýring

UNA:+.? '

 

UNB+UNOA:1+6501881019+6501881019+110311:0941+123++CUSCAR'

 

UNH+105563+CUSCAR:S:93A:UN+861'

 

BGM+785+A97418081GBEMAD010K+5'

5 = breyting á farmbréfi

DTM+137:20110311:102'

 

LOC+18+TTU'

3 stafa kódi vörugeymslu

LOC+20+ISREY'

Tollafgreiðslustaður innfluttrar vörusendingar – ákvörðunarstaður erl. ef útflutningur, t.d. DKCPH

GIS+23'

22 ef útflutningur

RFF+AWB:65220094817'

Farmskrárnúmer - BM ef sjósending

NAD+IM+6502697649::ZZZ'

Kennitala innflytj.- EX ef útflytjandi

GID++5:CLL'

Kollíafjöldi og tegund umbúða

FTX+AAA+++Símtæki'

Vörulýsing – 5 línur að hámarki 70 stafir hver *

PCI+28+Tölvuþjónustan TÞ909'

Merki og númer – 10 línur að hámarki 35 stafir hver *

QTY+118:50:KGM'

Brúttóþyngd

UNT+13+105563'

 

UNZ+1+123'

 

 *) Línur eru aðskildar með tvípunkti (:), t.d.:
FTX+AAA+++Vörulýsing 1:Vörulýsing 2:Vörulýsing 3:Vörulýsing 4:Vörulýsing 5'
PCI+28+Merki 1:Merki 2:Merki 3:Merki 4:Merki 5:Merki 6:Merki 7:Merki 8:Merki 9:Merki 10'

Upplýsingar í þegar innsendu farmbréfi sem hægt er að breyta rafrænt

 1. Ákvörðunarstaður 
  (EDI gagnaliður: LOC+20)
 2. Kennitala, nafn og heimilisfang inn-/útflytjanda hér á landi 
  (EDI gagnaliður: NAD+IM eða RFF+EX*)
 3. Farmskrárnúmer 
  (EDI gagnaliður: RFF+AWB eða RFF+BM**)
 4. Vörulýsing 
  (EDI gagnaliður: FTX+AAA)
 5. Stykkjatala og tegund umbúða 
  (EDI gagnaliður: GID)
 6. Merki og númer á umbúðum 
  (EDI gagnaliður: PCI+28)
 7. Brúttóþyngd 
  (EDI gagnaliður: QTY+118)
 8. Vörugeymsla 
  (EDI gagnaliður: LOC+18)

*) IM = innflytjandi/EX = útflytjandi
**) AWB = flugsending/BM = sjósending

Ef CUSCAR skeyti vegna breytinga á farmbréfi er hafnað hjá tollstjóra er sent CUSGER höfnunarskeyti til farmflytjanda (sjá nánar hér).

Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: Upplýsingatæknideild, Rekstar- og upplýsingatæknisvið hjá Tollstjóra
ttu[hja]tollur.is eða þjónustuvakt, sími: 560 0505

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir