Rafræn tilkynning um fjölda uppskiptinga frumfarmbréfs
Rafræn tilkynning um uppskiptingu er framkvæmd með CUSCAR skeyti sem tilkynnir Tollstjóra að tiltekinni sendingu muni verða skipt upp í tiltekin fjölda sendinga (uppskiptinga). Sá fjöldi kemur fram í skeytinu. Vartala sendingarnúmers skal ætíð skráð líkt og almennt gildir um innsend farmbréf.
Tilkynning um uppskiptingu sendingar er framkvæmd með hefðbundnu farmbréfaskeyti með tveimur frávikum:
- gagnastak 1225 í lok BGM-liðar verður að innihalda lykilinn L (= tilkynning um uppskiptingu farmbréfs) sem tilkynnir Tollstjóra að um uppskiptingu á sendingu sé að ræða, þ.e. farmbréfs sendingar sem þegar hefur verið lesið inn í Tollakerfi.
BGM-liður lítur því þannig út: BGM+785+A97417111GBEMA0967E+L - við bætist nýr RFF gagnaliður sem verður að innihalda lykilinn T01 í gagnastaki 1153 og fjölda uppskiptinga í gagnastaki 1154.
RFF-liður lítur því þannig út: RFF+T01:116
(hér að ofan tilkynning um 116 uppskiptingar/sendingar)
Dæmi um CUSCAR – Rafræn tilkynning um fjölda sendinga sem frumbréfi verður skipt upp í
Gagnaliðir |
Skýring |
---|---|
UNA:+.? ' |
|
UNB+UNOA:1+6501881019+6501881019+110311:0941+123++CUSCAR' |
|
UNH+105563+CUSCAR:S:93A:UN+861' |
|
BGM+785+A97417111GBEMA0976E+L' |
Sendingarnúmer sendingar sem verður skipt upp L = tilkynning um uppskiptingu |
DTM+137:20110311:102' |
|
LOC+18+TTU' |
|
LOC+20+ISREY' |
|
GIS+23' |
|
RFF+AWB:61596572685' |
|
RFF+T01:116' |
Tilkynning um fjölda uppskiptinga/nýrra sendingarnúmera(í dæmi 116 uppskiptingar) |
NAD+IM+6502697649::ZZZ' |
|
GID++5:CLL' |
|
FTX+AAA+++Vörulýsing frumbréfs' |
|
PCI+28+Merki og númer frumbréfs' |
|
QTY+118:150:KGM' |
|
UNT+14+105563' |
|
UNZ+1+123' |
EDI-skeytið Rafræn breyting farmbréfa ásamt ofangreindu EDI-skeyti (Rafræn tilkynning um fjölda uppskiptinga) munu leysa af hólmi s.k. beiðnablað (sent til farmskrárdeildar Tollstjóra) þar sem farmflytjandi/tollmiðlari óskar eftir leyfi til uppskiptinga og e.a. breytingum á kollía-fjölda og brúttóþyngd.
Nánari upplýsingar
Um tæknilega framkvæmd: Tollkerfadeild, upplýsingatæknisvið hjá Tollstjóra
ttu[hja]tollur.is eða þjónustuvakt, sími: 560 0505