Um reiknireglu vegna áætlunar á þyngd umbúða

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Um reiknireglu vegna áætlunar á þyngd umbúða

Reikniregla þegar þyngd umbúða er áætluð í aðflutningsskýrslu við tollafgreiðslu innfluttra gjaldskyldra vara.

Meginreglan er sú að innflytjandi gefi upp raunverulega, staðfesta nettóþyngd umbúða, annarsvegar umbúða úr pappa/pappír og hinsvegar úr plasti. Staðfest nettóþyngd getur t.d. verið þegar upplýsingar liggja fyrir skriflega á reikningi eða með öðrum hætti frá sendanda eða seljanda vörunnar erlendis. Staðfest nettóþyngd getur einnig verið til komin með því að innflytjandi hafi vigtað umbúðirnar á löggildri vog.

Í lögum um úrvinnslugjald nr. 162/2002, með síðari breytingum, eru ákvæði um reglur sem skal beita þegar áætla má þyngd umbúða og staðfest þyngd umbúða liggur ekki fyrir. Þessar reglur eru kallaðar reiknireglur. Reiknireglurnar reikna út þyngd umbúða vara í einstökum köflum, vöruliðum og tollskrárnúmerum tollskrárinnar, sem prósentuhlutfall af nettóvigt vörunnar í vörulínu tollskrárnúmers í aðflutningsskýrslu. Nauðsynlegt er að reiknireglur vegna áætlunar á þyngd umbúða í hugbúnaði til tollskýrslugerðar séu innbyggðar í hugbúnaðinn til að tryggja rétta útfyllingu aðflutningsskýrslu og auðvelda vinnu við tollskýrslugerð. Nánari upplýsingar um reiknireglur og úrvinnslugjald veitir Úrvinnslusjóður, www.urvinnslusjodur.is.

Reiknireglur

Reiknireglan felur í sér að fyrir hvert tollskrárnúmer í aðflutningsskýrslu, sem ber úrvinnslugjald á umbúðir úr pappa/pappír og/eða umbúðir úr plasti, er unnt að finna í töflu, sem birt er sem viðauki við lögin um úrvinnslugjald, hlutfallsprósentu er nota skal til að reikna og þar með áætla þyngd umbúða. Þessi hlutfallsprósenta er notuð með því að reikna hlutfallið af nettóþyngd vörunnar í reit 30 í vörulínu tollskrárnúmers í aðflutningsskýrslu, ebl. E-1, og nota niðurstöðuna sem áætlaða þyngd umbúða. Nauðsynlegt er að reiknireglutafla sé til staðar í hugbúnaði til tollskýrslugerðar. Á vef VEF-tollafgreiðslu er þessi reiknireglutafla innbyggð og notuð á sjálfvirkan hátt við gerð VEF-aðflutningsskýrslu.

Sýnishorn af töflu:

7613

3,00

-

7614

3,00

-

7615

3,00

-

7616

-

-

78

-

-

79

-

-

80

-

-

8101

-

1,20

8104

-

1,00

810490

1,05

0,50

8105

-

-

8108

-

-

8111

-

1,00

8112

-

-

8113

-

-

8201

-

0,50

82013001

1,00

0,50

820140

5,00

5.00

820150

-

10,00

820160

-

10,00

820190

0,50

0,50

820210

0,50

0,50

8202

15,00

-

820240

1,00

1,00

 

Skýringar á töflu og notkun hennar:

Eingöngu er heimilt að nota töfluna ef ekki liggur fyrir staðfest þyngd umbúða

Gildir fyrir magntölukóda PP2 og PL2 hvort sem reikniregla gefur 0 kg í niðurstöðu fyrir áætlaða þyngd umbúðagerðar eða meira.

Fyrst er dálkur með númerum úr tollskrá. Fyrstu 2, 4, 6, eða 8 stafir tollskrárnúmers. Síðan kemur dálkur fyrir hlutfallsprósentu pappa/pappírsumbúða og lengst til hægri sambærilegur dálkur fyrir plastumbúðir. (Stærð svæðis fyrir hlutfallsprósentu í tollskýrslugerðarhugbúnaði skal vera: (n..3,2)).

Þegar reiknireglunni er beitt er fyrst athugað hvort 8 stafa tollskrárnúmer vörunnar í aðflutningsskýrslunni finnist í töflunni. Ef svo er ekki er næst athugað hvort fyrstu sex stafir tollskrárnúmers passa og síðan fjórir og að lokum tveir stafir þannig að valið er í töflu það sem næst kemst viðkomandi tollskrárnúmeri.

Síðan er hlutfallsprósentan úr töflunni fyrir viðkomandi tollskrárnúmer í aðflutningsskýrslunni notuð til að reikna út og áætla þyngd umbúða með því að reikna hlutfallið af nettóþyngd vörunnar í viðkomandi vörulínu í aðflutningsskýrslunni.

Nettóþyngd pappa/pappírsumbúða og plastumbúða er því næst skráð í sérstök ný svæði í vörulínu tollskrárnúmers í aðflutnings-skýrslunni.

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir