Tollskrárlyklar
Hugtakið tollskrárlyklar er notað yfir skrá allra tollskrárnúmera og atriði tengdu hverju tollskrárnúmeri, eins og þau eru skráð í tollskrá Tollakerfis, tölvukerfi tollafgreiðslu, hjá Skattinum. Atriði, sem tengd eru hverju tollskrárnúmeri, eru kölluð skilmálar tollskrárnúmers. Skrá tollskrárlykla er unnt að sækja sem textaskrá á þessari vefsíðu til nota í hugbúnaði til tollskýrslugerðar bæði vegna inn- og útflutnings; sitt hvor skráin. Tilgangur tollskrárlykla er að hugbúnaður inn- og útflytjenda noti skrána vegna tollskýrslugerðar, villuprófunar, álagningu aðflutningsgjalda o.fl. Skráin inniheldur öll tollskrárnúmer, sem í gildi eru á gildisdagsetningu tollskrárlykla ásamt skilmálum á tollskrárnúmeri. Tollskrárlyklar innihalda ekki texta/vörulýsingar tollskrárinnar.
Tollskráin sjálf, viðauki I við tollalög, inniheldur aðeins A/A1 toll og E toll auk tollskrárnúmers og vörulýsingu þess. Tollskrárlyklar og tollskrá Tollakerfis innihalda alla skilmála tollskrárnúmers að auki, svo sem allar tegundir tolla, gjöld, bönn, leyfi, tollabindingar, hvort tollskrárnúmer krefst útfyllingu stykkjatölu, lítratölu í aðflutningsskýrslu og fleiri atriði.
Fyrirvarar og frávik
Fyrirvara og frávik upplýsinga í tollskrárlyklum innflutnings miðað við gildandi tollskrá, viðauka I við tollalög, með síðari breytingum, er að finna í eftirfarandi skjali: Fyrirvarar og frávik tollskrárlykla (PDF 40kb)
Athugið að færslulýsing og -teikning fyrir textaskrá tollskrárlykla er mismunandi eftir því hvort um tollskrá innflutnings eða tollskrá útflutnings er að ræða.
Aðrar upplýsingar
Upplýsingar um aðflutningsgjöld, leyfi, bönn o.fl. (skilmálar tollskrár) er að finna á vefsíðu Skattsins.
Nýjustu breytingar á tollskrárlyklum
15. apríl 2021
Tollar á tollskrárnúmerinu 0706.1000 (Gulrætur og næpur) falla niður á tímabilinu 15. apríl til og með 30. júní 2021, sbr. 4. tölul. 1. mgr. 65. gr. A. búvörulaga nr. 99/1993. Tollskrá útflutnings tekur ekki breytingum.
1. mars 2021
Sjá stjórnartíðindi - Auglýsing nr. 9/2021 um breytingu á viðauka I við tollalög nr. 88/2005, með síðari breytingum.
A-tollur (magntollur kr./kg.) í tollskrárnúmerunum 0402.1010–0402.9900 og 0406.2000–0406.9000 hækkar, sbr. ákvæði 4. mgr. 5. gr. tollalaga nr. 88/2005. Tollskrá útflutnings tekur ekki breytingum.
1. janúar 2021
Sjá frétt Tollstjóra: Breytingar á aðflutningsgjöldum o.fl. vegna tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2021
Innflutningur - Tollskrárlyklar og hlutfallstafla reiknireglna úrvinnslugjalda
Textaskrá tollskrárlykla innflutnings - með magntölustreng
– Gildisdagsetning er: 15.04.2021 TSKINN15042021.zip
Nýjasta breyting - sjá hér ofar
– Færslulýsing og færsluteikning - Gildir frá og með 01.03.2013
Færslulýsing - Innflutningur (með gildisdagsetningu 1.3.2013)
Færsluteikning - Innflutningur (með gildisdagsetningu 1.3.2013)
Hlutfallstafla reiknireglna þegar þyngd umbúða er áætluð
Viðauki við breytingu á lögum um úrvinnslugjald, nr. 162/2002 með síðari breytingum.
– Gildisdagsetning er: 01.01.2020 HLUTFALLSTAFLA.txt
– Hlutfallstafla reiknireglna - færsluteikning
Færsluteikning - Úrvinnslugjald (með gildisdagsetningu 1.1.2006)
– Hlutfallstafla reiknireglna - Um reiknireglu vegna áætlunar á þyngd umbúða
Útflutningur - Tollskrárlyklar
Textaskrá tollskrárlykla
– Gildisdagsetning er: 01.01.2021 TSKUTF01012021.zip
Nýjasta breyting - sjá hér ofar
– Færslulýsing og færsluteikning - Gildir frá og með 01.01.2003
Færslulýsing - Útflutningur (PDF 29kb)
Færsluteikning - Útflutningur (PDF 13kb)