Endursending vöru - gallaðar vörur

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Endursending vöru - gallaðar vörur

Stundum þurfa einstaklingar að endursenda vörur vegna galla eða annarra ástæðna. 
 
Þá er gott að hafa eftirfarandi í huga:

  • Ef varan kom til Íslands með pósti er mælt með að fylgja leiðbeiningum Íslandspósts neðarlega á þessari síðu.
  • Ef seljandi fellst á að senda nýja vöru í staðinn án þess að fá gölluðu vöruna endursenda þarf að afhenda hana þegar sú nýja er sótt. Tollstjóri sér um að farga gölluðu vörunni.
  • Ef verðmæti vörunnar er umtalsvert er mælt með að snúa sér til tollmiðlara (oftast þess sem flutti vöruna fyrir þig til landsins) og biðja hann að endursenda vöruna. Tollmiðlari sér þá um skjalagerð og önnur formsatriði sem nauðsynleg eru til að ekki þurfi að greiða aftur aðflutningsgjöld af vörunni sem þú færð í staðinn.
Þegar endursend vara er sótt getur þú þurft að sýna fram á að um endursenda vöru sé að ræða með því að framvísa burðargjaldskvittun eða sendingarnúmeri sendingarinnar sem send var úr landi. Einnig getur þú þurft að sýna fram á ástæðu endursendingarinnar til dæmis með því að sýna rafræn samskipti á milli þín og seljandans varðandi endursendinguna.
 
Sjá einnig: undanþágur frá greiðslu aðflutningsgjalda
 
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir