Falsaðar vörur hvað er nú það?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Falsaðar vörur hvað er nú það?

Vörufalsanir og viðskipti með falsaðan varning hafa aukist verulega á undanförnum árum. Skipulögð glæpasamtök stjórna að miklu leyti framleiðslu og dreifingu á varningnum og heilu verksmiðjurnar eru settar upp í þeim tilgangi einum að framleiða falsaðar vörur.  Vörurnar eru í hinum ýmsu vöruflokkum, en á Íslandi hafa meðal annars fundist falsaðar snyrtivörur, lyf, leikföng, úr, rafmagnstæki, húsgögn og fatnaður.

Algengt er að gæði á fölsuðum vörum séu verri en fyrirmyndarinnar. Ekki er eingöngu um stuld á vörumerki eða hönnun  að ræða, heldur geta vörurnar innihaldið hættuleg efni, í öðru magni og/eða úr öðru efni en upp er gefið, eða verið hættulegar á annan hátt. Útlitsleg gæði þessara hluta eru oft ótrúlega góð og því illmögulegt fyrir almenning að átta sig á að um fölsun sé að ræða. Ábyrgð framleiðanda og þjónusta eru yfirleitt ekki fyrir hendi þegar um falsaðar vörur er að ræða.

Fæstir vilja kaupa köttinn í sekknum, hér að neðan eru nokkur atriði sem gott getur verið að hafa í huga áður en verslað er.

  • Er verðið of gott til að geta verið rétt
  • Flestir framleiðendur þekktra vörumerkja gera þá kröfu að söluaðili bjóði alla vörulínuna, en ekki einstaka hluti úr henni

Þegar verslað er á netinu er einnig skynsamlegt að kynna sér við hvern verið er að versla áður en greitt er. Er fyrirtækið til? Hvaða reynslu hafa aðrir af viðskiptum við fyrirtækið?  Notið leitarvélar til að leita að nafni fyrirtækis, vörumerkis eða netverslunar og notið orð eins og scam, fake eða swindle til að þrengja leitina.

Á netinu er að finna margar sorgarsögur frá fólki sem hefur pantað og greitt vörur en aldrei fengið þær eða allt aðra vöru en það taldi sig vera að panta.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir