Gjafir til einstaklinga

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Gjafir til einstaklinga

Í tollalögum er heimild til undanþágu frá greiðslu aðflutingsgjalda (innflutningsgjalda) af gjöfum til einstaklinga.
Texti á þessari síðu er einfaldaður, lagatextinn er það sem gildir við tollafgreiðslu. 

Þú getur ekki notið undanþágunnar ef þú:

 • Biður fyrirtæki eða einhvern sem býr eða er í útlöndum að senda þér vörur sem gjöf.
 • Sendir sjálfum þér gjöf frá útlöndum. 

Uppfylla þarf ákveðin skilyrði:

 • Einstaklingur sem er með lögheimili eða fasta búsetu þarf að senda gjöfina hingað eða taka hana með sér til landsins.
 • Gjöfin þarf að vera gefin af sérstöku tilefni, þó ekki í atvinnuskyni.
 • Til dæmis getur verið um að ræða afmælisgjafir, jólagjafir, fermingargjafir eða brúðkaupsgjafir.
 • Verðmæti gjafarinnar þarf að vera innan þeirra marka sem fram koma í lögunum (nú 13.500 kr).
 • Ef gjöfin er dýrari reiknast innflutningsgjöld af þeirri upphæð sem umfram er.
 • Brúðkaupsgjafir geta verið dýrari, Tollstjóra er falið að meta hvort um hæfilega gjöf sé að ræða.
 • Flytja þarf brúðkaupsgjafir til Íslands innan sex mánaða frá brúðkaupi.
 • Viðtakandi þarf að sýna fram á tengsl við sendandann og að um gjöf af sérstöku tilefni sé að ræða.
 • Fylgi reikningur ekki áætlar Tollstjóri verðmæti gjafarinnar.
 • Sé mörgum gjöfum pakkað saman er mikilvægt að fram komi í fylgiskjölum að margar gjafir séu í pakkanum svo hver og ein gjöf njóti undanþágu.
 • Áfengi og tóbak njóta ekki undanþágu sem gjafir.
Ítarleg umfjöllun um gjafir er á þessari síðu
Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir