Hvað er fríverslunarsamningur?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað er fríverslunarsamningur?

Fríverslunarsamningar eru samningar sem íslensk stjórnvöld gera við annað ríki eða hóp annarra ríkja til að bæta aðgang íslenskra fyrirtækja að viðkomandi mörkuðum, til að draga úr eða afnema viðskiptahindranir og til að tryggja samkeppnisstöðu íslensks atvinnulífs til lengri tíma.

Í langflestum tilvikum gerir Ísland fríverslunarsamninga í samstarfi við samstarfsríkin í EFTA (Sviss, Noreg og Liechtenstein). Fríverslunarsamningar fela í sér lækkun tolla og auka öryggi í alþjóðaviðskiptum, t.d. með ákvæðum um upprunareglur. Allir fríverslunarsamningar fela í sér verulegar tollalækkanir og setja á fót samráðsvettvang þar sem hægt er að ræða og leysa vandamál sem fyrirtæki kunna að upplifa í viðskiptum á milli ríkjanna.

Sumir fríverslunarsamningar fela einnig í sér ákvæði um frelsi í þjónustuviðskiptum, vernd fjárfestinga, vernd hugverkaréttinda, samkeppnismál, opinber tilboð og rýmri reglur um dvalar- og atvinnuleyfi fyrir lykilstarfsfólk.

Þegar talað er um fríðindameðferð á vöru í tengslum við fríverslunarsamninga er átt við að tollur sé felldur niður (eða lækkaður) af vörunni við innflutning, svo framarlega sem varan falli undir vörusvið viðkomandi fríverslunarsamnings, henni fylgi fullgildar upprunasannanir og hún uppfylli önnur skilyrði fríverslunarsamningsins. Þess ber að gæta að þessar reglur gilda eingöngu um niðurfellingu tolla en ekki annarra gjalda.

Til baka

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir