Hvað er ökutæki?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað er ökutæki?

Í íslenskum lögum og reglum er orðið ökutæki oft notað orðið er hinsvegar lítið notað í talmáli og er því nauðsynlegt að skýra notkun þess í þessum vef.

Hugtakið tekur til fjölmargra tækja sem hægt er að aka eins og orðið ber með sér. Þegar orðið er notað í vef Tollstjóra er því alls ekki eingöngu átt við bíla. Sum ökutæki eru vélknúin og önnur án vélar, sum eru skráningarskyld og önnur ekki.

Sem dæmi um ökutæki má nefna: bíla, barnavagna, hjólhýsi, hjólastóla, mótorhjól, reiðhjól, tjaldvagna og þannig mætti lengi telja.

 

Áhugasamir geta kynnt sér 87. kafla tollskrár en í þann kafla flokkast ökutæki.

Á vef Samgöngustofu er fjallað um skráningarskyld ökutæki.  

Til baka

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir