Hvað er gert við peningana sem ríkið innheimtir?
Innheimta skatta og annarra gjalda er grundvöllur þess að ríkið geti veitt samfélagslega þjónustu. Sköttum og gjöldum er varið í þágu samfélagsins. Stærstu útgjaldaliðir ríkissjóðs eru á sviði heilbrigðismála, almannatrygginga, velferðamála og menntamála.
Ríkiskassinn.is veitir yfirsýn yfir meginatriði í ríkisrekstri og efnahagsmálum.
Vefnum er ætlað að skýra hvernig og hvers vegna einstök verkefni eru valin, með hvaða hætti ríkið sinnir skyldum sínum við landsmenn og hvernig farið er með peningana okkar allra.