Hvaða gjöld þarf að greiða af fellihýsum og hjólhýsum?
Greiða þarf þrennskonar gjöld í ríkissjóð við innflutning á fellihýsum og vögnum til íbúðar eða ferðalaga.
- Fyrst er reiknað = 13% vörugjald, sem reiknast á kaupverð ásamt flutningskostnaði hingað til lands.
- Úrvinnslugjald á hjólbarða er um kr. 400 á hvert stk. , sem föst krónutala.
- Virðisaukaskattur er = 24% og hann reiknast í lokin og á allt, bæði þitt kaupverð með flutningskostnaði og einnig á hin gjöldin.
Þessir vagnar eru skilgreindir sem ökutæki samkvæmt íslenskum lögum og eru oftast skráningarskyldir og fá því fast skráningarnúmer, skráningin fer fram hjá hjá Samgöngustofu / umferðarstofu.
Hægt er að reikna gjöld af fellihýsum, hjólhýsum og öðrum ferðavögnum með reiknivélinni
Nýjustu upplýsingar um upphæðir gjalda er að finna hér
Síðast yfirfarið /breytt júní 2015