Hvað get ég gert ef ekki er fallist á umsókn um niðurfellingu tolla eða annarra gjalda?
Kærustig varðandi undanþágur eru tvö:
Sé umsókn um undanþágu aðflutningsgjalda hafnað hjá Tollstjóra er heimilt að kæra slíka ákvörðun til úrskurðar hjá embættinu.
Einungis innflytjandi getur kært ákvörðun Tollstjóra eða einhver fyrir hans hönd með gilt umboð frá innflytjanda.
Ef Tollstjóri staðfestir í úrskurði fyrri ákvörðun sína um höfnun, er heimilt að kæra úrskurðinn til Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Kæran þarf að vera:
- Skrifleg
- Studd nauðsynlegum rökum og gögnum
Kærufrestir
- Kærufrestur er 60 dagar frá því ákvörðun Tollstjóra lá fyrir þegar óskað er úrskurðar Tollstjóra.
- Kærufrestur er 60 dagar frá dagsetningu eða póstlagningu úrskurðar þegar óskað er úrskurðar Fjármála- og efnahagsráðuneytisins.
Úrskurður Tollstjóra á að liggja fyrir innan 30 daga frá því er gagnaöflun er lokið og skal hann vera rökstuddur.
Úrskurður Fjármála- og efnahagsráðuneytisins skal liggja fyrir innan 30 daga frá því kæra barst ráðuneytinu.
Úrskurður fjármálaráðherra er fullnaðarúrskurður á stjórnsýslustigi.