Leggjast gjöld á vörur sem kosta mjög lítið?
Allar vörur sem fluttar eru til landsins eru tollskyldar án tillits til verðmætis nema annað sé sérstaklega tekið fram í lögum og reglugerðum, svo sem vegna tollfríðinda tækifærisgjafa eða ferðamanna.
Þetta þýðir að allar vörur eru tollskyldar hvort sem verðmæti þeirra er $1 eða $1.000. Ekki skiptir heldur máli hvernig vara var flutt til landsins. Hér má nefna innflutning með póstsendingu, hraðsendingu, almennri frakt eða farangur ferðamanna sem uppfyllir ekki skilyrði tollfríðinda eða þau fullnýtt.
Innflytjandi ber ábyrgð á réttum upplýsingum um vörusendingu og greiðslu aðflutningsgjalda.