Tollafgreiðslugengi
Tollafgreiðslugengi eða tollgengi eins og það er oft nefnt í daglegu tali er notað við útreikning gjalda þegar vara er tollafgreidd. Tollafgreiðslugengi miðar við opinbert viðmiðunargengi sem skráð er af Seðlabanka Íslands hvern virkan dag. Notað er miðgengi (ekki kaup- og sölugengi), notað er sama gengi fyrir inn- og útflutning.