Hvað er tollmeðferðargjald?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað er tollmeðferðargjald?

Tollstjóri innheimtir ekki tollmeðferðargjald, tollskýrslugjald, umsýslugjald eða önnur gjöld með svipuðum heitum, sem fram koma á reikningum frá tollmiðlurum eða farmflytjendum. Þessi gjöld eru fyrir veitta þjónustu þessara fyrirtækja.

Þessi þjónustugjöld eru innlend gjöld og leggjast því ekki innflutningsgjöld (aðflutningsgjöld) á þau. Virðisaukaskattur leggst hinsvegar á þjónustugjöldin eins og aðra þjónustu sem veitt er á Íslandi.

Í flestum tilfellum þarf einstaklingur, sem flytur vöru til landsins til einkanota ekki að greiða Tollstjóra neitt fyrir veitta þjónustu.

Hinsvegar innheimtir Tollstjóri í vissum tilfellum gjald fyrir veitta þjónustu til dæmis fyrir tollafgreiðslu skipa og flugvéla. Heimild til gjaldtökunnar er í 195. grein tollalaga, en þar kemur meðal annars fram að gjaldtaka embættisins skuli miðuð við að hún standi undir kostnaði við þá þjónustu sem veitt er.

Til baka

 

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir