Hvað er tollmiðlari?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað er tollmiðlari?

Tollmiðlari er aðili sem tekur að sér í atvinnuskyni að koma fram gagnvart tollyfirvöldum fyrir hönd inn- og útflytjenda. Í tollalögum eru  ítarleg ákvæði um starfsemi tollmiðlara.

Tollmiðlara er heimilt að koma fram gagnvart tollyfirvöldum fyrir hönd inn- og útflytjenda og hafa með höndum eftirtalda þjónustu í tengslum við tollafgreiðslu vöru:

  1. Ráðgjöf við gerð tollskjala, svo sem tollflokkun og útreikning aðflutningsgjalda.
  2. Tollskýrslugerð vegna inn- og útflutnings.
  3. Beiðni um tollafgreiðslu vöru.
  4. Greiðslu aðflutningsgjalda fyrir hönd innflytjanda.

Starfsemi tollmiðlara er leyfisskyld.

Tollmiðlarar taka gjald fyrir þjónustu sína. Gjaldskrár tollmiðlara er að finna á heimasíðum þeirra

Nánari upplýsingar um tollmiðlara


Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir