Hvað er tollverð?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað er tollverð?

Tollverð vöru (CIF) = verð vöru + flutningskostnaður + tryggingakostnaður + allur annar kostnaður sem leggst á verð vörunnar erlendis og á leið til landsins.

Sem sagt verð vörunnar hingað komið, aðflutningsgjöld eru reiknuð af tollverði vörunnar.

Tollverð er skilgreint í 14. og 15. grein tollalaga nr. 88/2005 og 52. - 70. grein reglugerðar nr. 1100/2006.

Erlendur virðisaukaskattur eða söluskattur skal vera hluti af tollverði, nema sýnt sé fram á að hann hafi ekki verið greiddur, eða hann hafi verið endurgreiddur erlendis.

Til baka

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir