Hvað er úrvinnslugjald?

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hvað er úrvinnslugjald?

Af öllum vörum sem koma til landsins í umbúðum úr pappír og plasti þarf að greiða úrvinnslugjald. Ef magn er ekki gefið upp er það áætlað samkvæmt sérstökum reglum. Gjaldið er hins vegar ekki hátt nema magn umbúða sé mjög mikið. 

Úrvinnslugjald er jafnframt lagt á ákveðnar vörur við innflutning til dæmis hjólbarða. Úrvinnslugjaldið er nýtt til að greiða fyrir meðhöndlun og endurnýtingu varanna eða umbúðanna eftir að þær hafa þjónað upphaflegum tilgangi sínum.

Nánar á http://www.urvinnslusjodur.is/

Til baka

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir