Hvað er vörugjald?
Vörugjald er gjald sem leggst á sumar vörur við innflutning eða innanlandsframleiðslu.
Annars vegar getur verið lagt á svokallað magngjald sem er í samræmi við það magn af vöru sem er framleitt eða flutt inn. Hins vegar er til svokallað verðgjald sem er í réttu hlutfalli við verðmæti vörunnar.