Ný tegund rafrænna skilríkja á snjallkortum tekin í notkun

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Ný tegund rafrænna skilríkja á snjallkortum tekin í notkun

06.05.2009

Ný rafræn skilríki á snjallkortum
Fjármálaráðuneytið fyrir hönd ríkisins og Auðkenni, samstarfsfyrirtæki bankastofnana, hafa verið í samstarfi um undirbúning á útgáfu og innleiðingu rafrænna skilríkja á snjallkortum og debetkortum fyrir landsmenn.  Markmið með notkun rafrænna skilríkja eru meðal annars örugg, vottuð og ábyrg rafræn samskipti milli, einstaklinga, fyrirtækja og stofnana.  Tollstjóri hefur ákveðið að styðja og taka í notkun rafræn skilríki á snjallkortum, starfsskilríki, frá og með 7. maí 2009 vegna aðgangs að VEF-skilum Tollstjóra.  Þessi snjallkort eru gefin út af Auðkenni í samstarfi við bankastofnanir.  Rafræn skilríki á debetkortum eru einnig studd.  Rafræn skilríki eru persónuskilríki og handhafar skilríkjanna á kortum geta og munu í enn frekari mæli notað sama kortið til rafrænnar auðkenningar og undirritunar í tölvusamskiptum við hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir.

Vefir Tollstjóra sem veita aðgang með rafrænum skilríkjum
Rafræn skilríki eru nú notuð af viðskiptavinum Tollstjóra fyrir aðgang þeirra að VEF-tollafgreiðslu og VEF-farmskrárskilum. 

Útgáfu eldri rafrænna skilríkja Tollstjóra hætt
Útgáfu rafrænna skilríkja Tollstjóra, nefnd vefafgreiðsluskilríki, hefur nú verið hætt.  Áfram má nota þau vefafgreiðsluskilríki sem í gildi eru hjá viðskiptavinum þar til þau falla úr gildi.  Til að tengjast VEF-skilum Tollstjóra eftir að vefafgreiðsluskilríki þín falla úr gildi, þarftu því að vera með gild rafræn skilríki á snjallkorti frá Auðkenni.  VEF-skil Tollstjóra styðja því bæði gild vefafgreiðsluskilríki og rafræn skilríki á snjallkorti.

Sækja um starfsskilríki frá Auðkenni
Þú getur sótt um starfsskilríki frá Auðkenni með því að smella á tengilinn: https://umsoknir.audkenni.is/  
Nauðsynlegt er að sækja tímanlega um starfsskilríkin til að tryggja samfelldan aðgang að VEF-tollafgreiðslu og/eða VEF-farmskrárskilum.

Almennt um VEF-skil Tollstjóra
Smella má hér til að fá nánari upplýsingar um VEF-skil Tollstjóra og viðurkennd rafræn skilríki.

Til baka