Breytingar á gjalddögum og uppgjörstímabilum

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Breytingar á gjalddögum og uppgjörstímabilum

08.03.2016

Tollstjóri vekur athygli á breytingum sem tóku gildi 1. janúar 2016 og varða gjalddaga og uppgjörstímabil aðflutningsgjalda og áfengisgjalda.

Breytingar á gjalddögum uppgjörstímabila vegna skuldfærslu aðflutningsgjalda við tollafgreiðslu:

Á árinu 2015 voru tímabundið í gildi lengri greiðslufrestir (fleiri gjalddagar) á aðflutningsgjöldum, sbr. ákvæði til bráðabirgða nr. XII við Tollalög nr. 88/2005. Þær reglur féllu úr gildi þann 31. desember 2015. Eindagi aðflutningsgjalda fyrir tímabilið janúar og febrúar 2016 verður því 15.mars næstkomandi.

Frá og með 1. janúar 2016 tóku fyrri reglur um uppgjörstímabil og gjalddaga aðflutningsgjalda gildi (pdf).

Greiðslufrestur áfengisgjalda (VY, VX & VZ)

Sú breyting verður á greiðslufresti áfengisgjalda að áður fengu þau skuldfærslu á tveggja vikna uppgjörstímabil við tollafgreiðslu með eindaga annan virka dag eftir lok uppgjörstímabils en fá nú skuldfærslu á eins mánaða uppgjörstímabil með eindaga annan virka dag eftir lok uppgjörstímabils

Sjá nánar:  frétt um ýmsar breytingar vegna tollafgreiðslu sem urðu um áramót.

Til baka