Viðurkenndir útflytjendur – gildistími heimildar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim
Skip speglast í hafinu

Viðurkenndir útflytjendur – gildistími heimildar

29.03.2021

Fjöldi innlendra fyrirtækja hefur fengið samþykki Tollgæslustjóra sem viðurkenndur útflytjandi á grundvelli fríverslunarsamninga Íslands við EES og Kína.  Gildistími þessara heimilda er í flestum tilfellum fimm ár, en getur einnig verið til styttri tíma.

Nokkuð hefur borið á því að fyrirtækjum hafi láðst að endurnýja heimilir sem þau hafa fengið úthlutað.

Í heimildarbréfi sem hverju fyrirtæki er afhent, er gildistími sérstaklega tilgreindur.  Embættið birtir á heimasíðu sinni lista yfir gild heimildarnúmer.  Þar eru einnig auðkennd þau fyrirtæki sem verða tekin út af listanum við næstu uppfærslu hans, þar sem gildistími heimildar hefur fallið úr gildi.

Til baka