Fyrirtækið

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Fyrirtækið

Fyrirtækið (upplýsingar á heimasvæði notanda)


Í þessum hluta af heimasvæði notanda, eru ýmsar upplýsingar um stöðu fyrirtækisins hjá Tollstjóra. Eftirfarandi upplýsingar um fyrirtækið eru tiltækar:

Almennar upplýsingar

Upplýsingar um nafn, kennitölu og heimilisfang fyrirtækis.

Innflutningur - heimildir fyrirtækis hjá Tollstjóra

Hér eru upplýsingar um tegund viðskipa, afgreiðsluheimild, skuldfærsluheimild, tollkrít. Einnig upplýsingar um heimildir hjá RSK, þ.e. hvort fyrirtæki er skráð sem vörugjaldsaðili, úrvinnslugjaldsaðili eða áfengisaðili.

Innflutningur - upplýsingar um starfsmenn , sem eru með aðgang að SMT eða VEF-tollafgreiðslu

Hér er hægt að smella á hnapp til að kalla fram upplýsingar um starfsmenn fyrirtækisins, sem eru með umboð frá fyrirtækinu til að annast SMT- tollafgreiðslu eða VEF-tollafgreiðslu í innflutningi.

Útflutningur - heimildir hjá Tollstjóra

Hér eru upplýsingar um tegund viðskipa, afgreiðsluheimild og tollkrít.

Útflutningur - upplýsingar um starfsmenn , sem eru með aðgang að SMT eða VEF-tollafgreiðslu

Hér er hægt að smella á hnapp til að kalla fram upplýsingar um starfsmenn fyrirtækisins, sem eru með umboð frá fyrirtækinu til að annast SMT- tollafgreiðslu eða VEF-tollafgreiðslu í útflutningi.

Farmskrá - heimildir fyrirtækis hjá Tollstjóra

Hér eru upplýsingar um þau atriði í farmbréfi, sem fyrirtæki hefur heimild til að breyta rafrænt í farmskrárkerfi Tollstjóra með SMT/EDI skeytum.

Upplýsingar birtast eingöngu hjá farmflytjendum og tollmiðlurum.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir