Leiðréttingar
Ef mistök hafa verið gerð við skráningu tollskýrslu sem þegar hefur verið tollafgreidd getur innflytjandi óskað eftir leiðréttingu. Jafnframt getur skatturinn krafist leiðréttingar komi t.d. í ljós villur á skýrslu við endurskoðun.
Leiðrétting er hafin með því að smella á Afgreiðsla 2 í valmyndinni.
Skráð er sendingarnúmer skýrslunnar sem leiðrétta á og smellt á leita. Þá opnast skýrslan. Þegar smellt er á Staðfesta vistast afrit af skýrslunni með afgreiðslunúmer 2, birtist efst í lista yfir tollskýrslur og er í vinnslu. Opnið afritið af skýrslunni, leiðréttið og sendið inn alveg eins og um venjulega tollskýrslu væri að ræða. Mikilvægt er að senda strax tölvupóst á netfangið skjalaskil@skatturinn.is með sendingarnúmer sem "subject" texta um ástæðu leiðréttingarinnar í meginmáli og viðeigandi fylgiskjölum (t.d. reikning) í viðhengi til að staðfesta það sem var verið að leiðrétta.
Starfsmenn embættisins yfirfara skýrsluna og staðfesta eða hafna leiðréttingu. Sé um mismun á gjöldum að ræða eru þau leiðrétt.