Leiðréttingar

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Leiðréttingar

Ef mistök hafa verið gerð við skráningu tollskýrslu sem þegar hefur verið tollafgreidd getur innflytjandi óskað eftir leiðréttingu með því að senda inn leiðrétta tollskýrslu rafrænt. Jafnframt getur skatturinn krafist leiðréttingar komi t.d. í ljós villur á skýrslu við endurskoðun. 

Leiðrétting er hafin með því að smella á Afgreiðsla 2 í  valmyndinni.

Skráð er sendingarnúmer skýrslunnar sem leiðrétta á og smellt á leita. Þá opnast skýrslan. Þegar smellt er á Staðfesta vistast afrit af skýrslunni með afgreiðslunúmer 2, birtist efst í lista yfir tollskýrslur og er í vinnslu. Opnið afritið af skýrslunni, leiðréttið og sendið inn alveg eins og um venjulega tollskýrslu væri að ræða. Mikilvægt er að senda strax tölvupóst á netfangið skjalaskil@skatturinn.is með sendingarnúmer sem "subject" texta um ástæðu leiðréttingarinnar í meginmáli og viðeigandi fylgiskjölum (t.d. reikning) í viðhengi til að staðfesta það sem var verið að leiðrétta. 

Starfsmenn embættisins yfirfara skýrsluna og staðfesta eða hafna leiðréttingu. Sé um mismun á gjöldum að ræða eru þau leiðrétt.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir