Leiðbeiningar um útfyllingu einstakra reita SAD skýrslu í veftollafgreiðslukerfinu.
Hjálp og leiðbeiningar
Ýtarlegar leiðbeiningar um notkun sameiginlegs tollskýrslueyðublaðs EES og fleiri ríkja vegna innflutnings (SAD) er að finna í þessu pdf skjali.
Sjá einnig fleiri skjöl á þessari síðu.
Inngangur
Í því skyni að auðvelda, einfalda og efla viðskipti milli ríkja á Evrópska Efnahagssvæðinu, EES, og fleiri ríkja hafa þau sammælst um notkun samræmds eyðublaðs við tollskýrslugerð, á ensku kallað Single Administrative Document SAD. Þetta skjal, SAD tollskýrslu, á að nota við tollafgreiðslu vegna útflutnings, umflutnings og innflutnings. Hingað til hefur verið notað tollskýrslueyðublaðið E.1 í innflutningi. Ákvörðun aðila að samkomulaginu hefur það markmið að samræma, staðla og einfalda formsatriði við tollafgreiðslu og í viðskiptum milli þeirra landa sem hafa tekið upp SAD tollskýrsluna.
Reitir eyðublaðsins eiga að veita í megin atriðum sömu upplýsingar í öllum aðildarríkjunum Evrópska efnahagssvæðisins EES.
Reitur 1 Skýrsla
Í þessum reit er tegund tollafgreiðslu gefin til kynna, þ.e. hvers konar tollafgreiðslu innflytjandi óskar eftir hjá skattinum eða aðila sem leyfi hefur til póstflutninga.
1. hluti:
Skráið EU vegna innflutnings vöru frá EFTA eða ESB landi. (Landalykill: AT, BE, BG, HR, CY, CZ, DK, EE, FI, FR, DE, GR, HU, IE, IT, LV, LT, LU, MT, NL, PL, PT, RO, SK, SI, ES, SE, GB, NO, CH, LI. Sjá: https://www.skatturinn.is/lond/
Skráið IM við innflutning frá landi sem ekki er EFTA, ESB eða EES land (þriðja lands innflutningur).
2. hluti:
Vakin er athygli á að lykillinn ET sem áður var notaður fyrir almenna tollafgreiðslu er ekki lengur notaður í staðinn er notað AL.
Skráið inn tegund tollafgreiðslu sendingar í samræmi við eftirfarandi lykla:
AL – Almenn tollafgreiðsla, þ.m.t. póstafgreiðsla.
EE – Einfaldari innflutningsskýrslur sem njóta tollfrelsis (sjá nánar í sér leiðbeiningum um þær hér á eftir).
HS – Hraðsendingar
TB – Tollband – endursala úr tollvörugeymslu og forðageymslu
TE – Innsetning á eldsneyti í tollvörugeymslu
BU – Úttekt á eldsneyti úr tollvörugeymslu
TO – Innsetning í tollvörugeymslu
TU – Úttekt úr tollvörugeymslu
TM – Milliflutningur (tollvörugeymslur/forðageymslur)
TV – Innsetning í tollfrjálsa verslun
TS – Úttekt úr tollfrjálsri verslun
FR – Innsetning á frísvæði (ekki notað)
FU – Úttekt af frísvæði (ekki notað)
TF – Innsetning í tollfrjálsa forðageymslu
TT – Almenn úttekt úr tollfrjálsri forðageymslu
BB – Bráðabirgðaafgreiðsla v/tímabundins innflutnings
BC – Bráðabirgðaafgreiðsla v/tímabundins ATA‐ CARNET
BF – Bráðabirgðaafgreiðsla v/ferðamannabíla
BL – Bráðabirgðaafgreiðsla v/leigu
BN – Bráðabirgðaafgreiðsla v/neyðarleyfis
BT – Bráðabirgðaafgreiðsla v/umflutnings (transit)
BV – Bráðabirgðaafgreiðsla þegar skjöl vantar
BO – Bráðabirgðaafgreiðsla vegna eldsneytis
Ekki er gert ráð fyrir að allar afgreiðslutegundir verði innleiddar í veftollafgreiðslukerfið.
3 hluti:
Færið hér inn númer afgreiðslu innflutningsskýrslunnar.
Dæmi: Fyrsta afgreiðsla skýrslu fær númerið 01. Leiðrétting á þegar tollafgreiddri skýrslu fær 02 o.s.frv. Útskýra skal ástæðu leiðréttingar í fylgiskjali með leiðréttingarskýrslu.
Reitur 2 Sendandi/útflytjandi
Skráið nafn, heimilisfang þ.e. gata, borg, land, póstnúmer og jafnframt númer sem viðurkennds rekstraraðila, (trader idendification number, t.d. EORI númer/AEO nr. - á Íslandi nefnt VRA nr.) sem er skráningarnúmer seljanda eða sendanda gefið af erlendum tollyfirvöldum, ef það er fyrir hendi. Ef sendingin nær yfir fleiri seljendur skal skrá nöfn og heimilisföng þeirra í lista sem fylgir sem fylgiskjal með skýrslunni og skrá jafnframt í reitinn „sjá meðfylgjandi lista“.
Reitur 3 Eyðublöð
Ef sendingin nær aðeins yfir eitt tollskrárnúmer (vörulið) þarf ekki að fylla út reitinn. Í því tilviki er talan 1 sett í reit 5. Ef um fleiri tollskrárnúmer er að ræða er notað framhaldseyðublað E-2.2 og nær hvert þeirra yfir 3 tollskrárnúmer. Í því tilviki er skráð númer hvers eyðublaðs þannig: Ef notað er eitt eyðublað og tvö framhaldseyðublöð, t.d. 7 tollskrárnúmer, setjið þá 1 í fremri hluta og 3 í aftari á E–2.1, 2 í fremri og 3 í aftari hluta á fyrsta E–2.2 og 3 í fremri og 3 í aftari hluta á næsta E–2.2 framhaldsblað. Ekki fyllt út í SMT/VEF innflutningsskýrslu.
Reitur 4
Ekki notaður
Reitur 5 Vöruliðir
Færið hér inn heildarfjölda vöruliða (tollskrárnúmera) sem vörusendingin flokkast undir og gerð er grein fyrir á eyðublaðinu og tilheyrandi framhaldsblöðum. Flokkun í sama tollskrárnúmer getur komið fyrir oftar en einu sinni ef sundurgreina þarf t.d. vegna upprunalands, gjaldtöku, undanþágu eða af öðrum ástæðum og fjölgar því sundurliðun í vöruliði á skýrslu í samræmi við það. Fjöldi vöruliða (tollskrárnúmera) á að stemma við heildatölu vöruliða sem skráðir eru í reit 31-47 sem eru á aðal- og framhaldsskýrslum).
Reitur 5 útfyllist sjálfkrafa í veftollafgreiðslukerfinu.
Reitur 6 Stykkjatala (Fjöldi umbúðaeininga)
Færið inn fjölda umbúðaeininga (colli) í sendingunni sbr. upplýsingar á farmbréfi. Ef varan er án umbúða er stykkjatala notuð. Ef vara er í lausu (bulk), sbr. einnig reit 31, reiknast hún sem 1 umbúðaeining.
Reitur 7 Tilvísunarnúmer
Reit þennan skulu bókhaldskyld fyrirtæki, tollmiðlarar og SMT leyfishafar nota fyrir tilvísunarnúmer í bókhaldi sínu, þannig að finna megi viðkomandi innflutningsskýrslu og fylgiskjöl sem innflytjandi/skýrslugjafi á að varðveita. Númerið skal vera í töluröð og einkvæmt og helst auðkennt árinu. Að öðru leyti má leyfishafi ákveða útfærslu númersins. Leyfishafi ábyrgist að nota uppgefið tilvísunarnúmer í SMT/VEF-innflutningsskýrslu svo starfsmenn skattsins geti án fyrirvara fundið tollskjöl yfir viðkomandi vörusendingu eða póstsendingu í tölvukerfi og bókhaldi hans vegna athugunar á tollskjölum sem þau kunna að gera hjá leyfishafa á meðan eða eftir að SMT-tollafgreiðsla hefur átt sér stað.
Reitur 8 Viðtakandi (Innflytjandi)
Færið inn kennitölu nafn, heimilisfang, virðisaukaskattsnúmer, netfang og símanúmer innflytjanda/eiganda varanna (skýrslugjafa) sbr. reikning og farmbréf. Ef innflytjandi/eigandi hefur ekki kennitölu er skráð 000000-0000 að viðbættum ofangreindum upplýsingum ef fyrir hendi.
Reitur 9 Ábyrgðaraðili greiðslu
Þessi reitur er eingöngu fylltur út af tollmiðlara. Tollmiðlari getur óskað eftir því í innflutningsskýrslu að aðflutningsgjöld verði skuldfærð á innflytjanda enda hafi hann til þess umboð eða skuldfært sé á tollmiðlarann sjálfan. Hér skal tollmiðlari færa inn kennitölu þess sem á að skuldfæra aðflutningsgjöldin á þ.e. viðtakanda/innflytjanda (reitur 8) eða skrá sína eigin kennitölu (sbr. reit 14).
Reitur 10
Ekki notaður
Reitur 11 Viðskiptaland
Færið inn lykil hlutaðeigandi viðskiptalands í fremri hluta reitsins (land sem tekur á móti greiðslu) í samræmi við yfirlit um lykla sem ber að nota við gerð innflutningsskýrslu. https://www.skatturinn.is/lond/. Seinni hluti er ekki notaður.
Reitur 12 Verðmætis upplýsingar
Í þessum reit er gerð grein fyrir hvort um sé að ræða tollskyldan kostnað sem telst til tollverðs, þ.e. flutningsgjald, vátryggingu og annan kostnað, sem er til viðbótar vöruverði eins og það er tilgreint í reikningi óháð kaupskilmálum hans sbr. upphæð skráða í reit 22 . Á þetta jafnt við um kostnað sem tilgreindur er á tilkynningu farmflytjanda og/eða sérstaklega í vörureikningi/reikningum til viðbótar vöruverði. Vöruverðið eins og það er tilgreint með leyfðum afslætti, óháð kaupskilmálum er skráð í reit 22. Saman mynda reitur 22 og reitur 12 tollverð sem er heildarverð vöru með öllum kostnaði komin til Íslands.
Skrá skal kostnaðinn í þeirri mynt sem hann er greiddur með 3 stafa myntlykli á undan upphæð kostnaðar,( t.d. GBP 12345,67 ef greitt í pundum eða ISK 123456 ef greitt í íslenskum kr.). Nota skal reit B ef það eru margir kostnaðarliðir og komast ekki fyrir í reit 12 (á aðeins við um pappírsskýrslu).
Setja skal FG fyrir framan flutningskostnað, AK fyrir framan eftirkröfu eða annan kostnað og V1 fyrir % tryggingu en V2 fyrir fjárhæð tryggingar. Dæmi: flutningskostnaður greiddur í pundum, FG GBP 1234,45, eftirkrafa greidd í kr. AK ISK 123, vátrygging samkvæmt skilmálum V1 1%. Ef kostnaður er ekki fyrir hendi skal samt skrá kostnaðarlykil, mynt og fjárhæð 0. Sjá dæmi á bls. 25. Í SMT innflutningsskýrslu er aðeins notuð upphæð fyrir tryggingu og % trygging því breytt í upphæð og skráð í ISK.
Liggi flutningskostnaður ekki fyrir skal hann ákveðinn með tilliti til flutningskostnaðar vegna samskonar eða hliðstæðrar vöru. Vátryggingarkostnað sem greiddur hefur verið vegna flutnings vörunnar til landsins skal rita með mynt og upphæð vátryggingar eða gefa upp prósentu, ekki hvoru tveggja. Liggi vátryggingarkostnaður ekki fyrir og ekki er sýnt fram á annað skal hann reiknaður sem hlutfall af vöruverði að viðbættum flutningskostnaði og öðrum kostnaði, 2% af gleri, 1,5% af bifreiðum og 1% af öllum öðrum innflutningi. Það nægir að skrá prósentutöluna í fremri hluta, t.d. 2% af gleri, 1,5% af bifreiðum og 1% af öllum öðrum innflutningi.
Reitur 13 Heildar brúttóþyngd sendingar
Færið inn heildar brúttóþyngd sendingar í heilum kg. Hér má þyngd minnst vera 1. kg. Sjá nánar í reit 35 vegna reglna um brúttóþunga vöruliða.
Reitur 14 Skýrslugjafi/umboðsaðili
Ef skýrsla er gerð af tollmiðlara eða rekstraraðila tollvörugeymslu eða frísvæðis er fært inn nafn, kennitala, símanúmer, heimilisfang og virðisaukaskattsnúmer. Sé skýrslugjafi og viðtakandi í reit 8 einn og sami aðilinn skal reitur 14 vera auður nema það sé tollmiðlari þá er nafnið skráð í báða reiti.
Reitur 15
Ekki notaður
Reitur 15 c Lykill sendingarlands/útflutningslands
Færið inn lykil viðkomandi lands í a hluta reitsins, b hluti er ekki notaður. Með sendingarlandi er átt við landið þaðan sem vörurnar eru sendar til Íslands. (Umskipun á leiðinni breytir ekki viðskiptasambandi). Sjá: https://www.skatturinn.is/lond/
Reitur 16, 17
Ekki notaðir
Reitur 18 Auðkenni og þjóðerni flutningsfars við komu (Sendingarnúmer).
Í þennan reit skal setja sendingarnúmer farmflytjanda. Um er að ræða sendingarnúmer sem farmflytjandi gefur sendingu og fram kemur á flutningsgjaldsreikningi eða tilkynningu farmflytjanda. Sendingarnúmerið er 19 stafa sbr. eftirfarandi lýsingu:
A-BBB-CCCC-D-EE-FFF-GGGG-H
A | Farmflytjandi. Hvert skipafélag eða flugfélag hefur ákveðið tákn. Smærri farmflytjendur (t.d. fiskiskip) eru nokkrir saman um tákn. |
BBB | Flutningsfar. Skammstöfun fyrir flutningsfar. |
CCCC | Komudagur. Fyrstu tveir bókstafirnir standa fyrir viðkomandi dag í mánuði en tveir síðustu fyrir mánuðinn. |
D | Ár. Síðasti stafur ártals. |
EE | Hleðsluland. Lykill hlutaðeigandi lands. |
FFF | Hleðslustaður. Lykil hlutaðeigandi hleðslustaðar. |
GGGG | Númer sendingar (farmskrárnúmer vegna skipsfarms en innfærslunúmer í innfærslubók flugfélaga). Töluröð innan hleðslustaðar fyrir hverja ferð. |
H | Vartala til prófunar, færist ekki inn á skýrslu. |
Sendingarnúmer póstsendinga er líka 19 stafa númer eins og almenna sendingarnúmerið en þau hefjast alltaf á P 150 í stað nafn fars og farmflytjanda. Sendingarnúmer ásamt viðtökunúmeri er á tilkynningu Íslandspóst um komu böggla- eða
bréfasendingar til landsins vegna hvers bögguls eða bréfs. Velja skal eitt sendingarnúmer af
mörgum til að nota í innflutningsskýrslu ef fleiri en einn böggull eða bréf eiga að fara saman í
skýrslunni og skal þá nota það sendingarnúmer á innflutningsskýrsluna sem sýnir lægsta númer, sbr. 7 öftustu stafir í sendingarnúmeri
ATH. Viðtökunúmer póstsendinga færist í reit 21.
Sendingarnúmer úttektarskýrslu vegna TU, TS, FU, TT tollafgreiðslu (sjá reit 1.2) samkvæmt sérstökum leiðbeiningum um þau er fært hér.
Reitur 19 Gámur
Á aðeins við flutninga með skipi. Veitið hér upplýsingar um hvort varan sé flutt i gámi eða ekki með því að tilgreina eftirfarandi lykla:
Lykill 0: vara sem ekki er flutt í gámi.
Lykill 1: vara sem er flutt í gámi.
Reitur 20 Afhendingarskilmálar
Færið inn í fremsta hluta reitsins lykil fyrir viðkomandi afhendingarskilmála (Incoterms 2010 Alþjóða Verslunarráðsins). Í miðhluta skal tilgreina frá eða til hvaða staðar skilmálarnir gilda. Aftasti hluti er ekki fylltur út.
Afhendingarskilmálar: | Lykill: | |
Vara afhent frá verksmiðju | EXW | EX Works |
Frítt til farmflytjenda | FCA | FREE CARRIER |
Varan afhent frítt að skipshlið | FAS | FREE ALONGSIDE SHIP |
Varan afhent frítt um borð | FOB | FREE ON BOARD |
Kostnaður og flutningsgjald greitt | CFR | COST AND FREIGHT |
Kostnaður, vátrygging og flutngj. greitt | CIF | COST , INSURANCE AND FREIGHT |
Flutningur greiddur | CPT | CARRIAGE PAID TO |
Flutningur og vátrygging greidd | CIP | CARRIAGE, INSURANCE PAID TO |
Afhending til staðar | DAP | DELIVERED AT PLACE |
Afhent á flutningsmiðstöð | DAT | DELIVERED AT TERMINAL |
Afhent og aðflutningsgjöld greidd | DDP | DELIVERED DUTY PAID |
Auk ofangreindra lykla skal nota í neðangreindum tilvikum eftirfarandi lykla (sem eru ákveðnir af skattinum). Í miðhluta er tilgreind viðkomandi staðsetning t.d. Reykjavík:
Tollfrjáls innflutningur sendiráða | DIP | |
Vörur sem eru endurinnfluttar | END | |
Eigin vara innflytjanda | EVA | |
Vara send án kröfu um greiðslu | FOC | |
Vara send að gjöf | GJF |
Dæmi um útfyllingu:
Viðtakandi á að greiða allan kostnað sem leggst á vöru frá því að hún er afhent frá verksmiðju. Í þessu tilviki skal tilgreina í fremri hluta reitsins lykilinn EXW (ex works), en í miðhlutanum afhendingarstaðinn.
Sendandi greiðir allan flutningskostnað og tryggingu til ákvörðunarstaðarins. Í þessu tilviki skal færa inn CIF í fremri hlutann en ákvörðunarstaðinn í miðhlutann.
Sendandi greiðir flutningskostnað þar til vörurnar eru komnar um borð í skip. Í þessu tilviki skal færa inn í fremri reitinn FOB, en í miðhlutann staðinn þar sem vörunum er skipað um borð í flutningsfar.
Sjá: https://www.skatturinn.is/afhendingarskilmalar/
Reitur 21 Auðkenni og þjóðerni virks flutningsfars við flutning yfir landamæri
Færið inn í fremri hluta reitsins farmskrárnúmer sem farmflytjandi hefur gefið viðkomandi sendingu á farmbréfi (4 stafir) eða flugfylgibréfi ( airwaybill- 11 stafir). Aftari hluti reitsins er ekki notaður. Ef um póstsendingu er að ræða skal skrá viðtökunúmer sem kemur fram í komutilkynningu pósthúss. Ef um fleiri viðtökunúmer er að ræða skal skrá þau, en á fylgiskjal og skrá í reitinn „sjá fylgiskjal“ ef gerð er pappírsskýrsla. Raðnúmer úttektar innan dags, 4 stafir.
Reitur 22 Mynt og heildarfjárhæð vöruverðs reikninga
Tilgreinið í þessum reit tegund myntar (gjaldmiðils) og heildarfjárhæð vöruverðs þeirra reikninga sem taka til sendingarinnar. Tegund myntar skal gefin upp í fremri hluta með
þriggja bókstafa alþjóðlegri skammstöfun sbr. skráningu Seðlabanka Íslands. Heildarfjárhæð vöruverðs sendingar færist í aftari hluta reitsins. Ef fleiri en einn reikningur eru fyrir sendinguna með mismunandi tegundum myntar skal innflytjandi velja mynt þess reiknings/reikninga sem hefur mesta verðmæti í sendingunni. Í þessu tilviki þarf að umreikna upphæðir þeirra reikninga, sem eru í annarri mynt, yfir í þá mynt sem notuð er í innflutningsskýrslu, (mynt mesta vöruverðmætis) og þá samkvæmt gildandi tollgengi þegar innflutningsskýrslan er gerð. Vöruverð reiknings er tilgreint eins og það kemur fyrir á reikningi, óháð kaupskilmálum, án alls kostnaðar sem bætt er sérstaklega við vöruverðið (sem færist í reit 12) og að frádregnum leyfilegum afslætti ef hann er fyrir hendi. Heildartala í reit 22 skal stemma við samtölu reita 42. Sjá dæmi á bls. 25.
Tollverð vara sem sendar eru til útlanda til viðgerðar er viðgerðarkostnaður að viðbættum flutningskostnaði. Tollverð vöru sem send er til útlanda til aðvinnslu og breytist svo að úr verður ný vara skal ákveðið með sama hætti og tollverð erlendrar aðfluttrar vöru samkvæmt reglum um ákvörðun tollverðs.
Reitur 23 Gengi
Ekki er nauðsynlegt að fylla út þennan reit þar sem tollakerfið sækir gildandi gengisskráningu Seðlabanka Íslands og byggir tollafgreiðslugengi á henni miðað við uppgefna tegund myntar. Við tollafgreiðslu sendinga er ákvörðun tollverðs byggð á tollafgreiðslugengi eins og opinbert viðmiðunargengi er skráð af Seðlabanka síðasta virka dag á undan tollafgreiðsludegi. Ekki fyllt út í SMT/VEF innflutningsskýrslu.
Reitur 24 Tegund viðskipta
Veitið hér upplýsingar um tegund viðskipta í samræmi við neðangreinda skrá.
Lykillinn skal færður í fremsta hluta reitsins (aðrir hlutar ekki notaðir):
Lykill:
- Innflutningur á vöru gegn greiðslu | 1 |
- Endursend vara frá útlöndum | 2 |
- Innflutningur á vöru án greiðslu fyrir vöruna, t.d. tímabundinn innflutningur (m.a. vegna sýninga, til kynninga, lán, í vísindaskyni), vara án greiðslu innflutt í stað annarrar, vara endurinnflutt eftir tímabundinn útflutning | 3 |
- Innflutningur á vöru til aðvinnslu samkvæmt samningi (innflytjandi eignast/kaupir ekki vöruna) | 4 |
- Innflutningur á vöru eftir aðvinnslu erlendis samkvæmt samningi (innflytjandi á vöruna fyrir) | 5 |
- Ef flutt er inn til aðvinnslu og innflytjandi eignast/kaupir vöruna | 1 |
- Ef flutt er inn eftir aðvinnslu og innflytjandi á ekki vöruna fyrir og kaupir hana skal nota lykil | 1 |
- Annað | 0 |
Reitur 25 Flutningsmáti yfir landamæri
Færið inn í fremri hluta reitsins, samkvæmt eftirfarandi lyklum hér að neðan, flutningsmáta miðað við flutningsfarið sem flutti vöruna til landsins. Aftari reitur er ekki notaður:
10 Flutningar á sjó.
11 Fiskiskip með eigin afla.
13 Ökutæki á vegum, flutt á skip.i
16 Vélknúið ökutæki flutt með skipi.
17 Tengivagn eða aftanívagn fluttur með skipi.
30 Ökutæki flutningur eftir vegi. (Ekki notað á Íslandi).
40 Loftflutningar.
50 Póstflutningar.
70 Fastar flutningaleiðir, leiðslur/pípur. (Ekki notað á Íslandi).
80 Flutt á ám og vötnum. (Ekki notað á Íslandi)
90 Fyrir eigin afli.
Reitir 26 og 27
Ekki notaðir
Reitur 28 Fjármála- og bankaupplýsingar
Við innsetningu vörusendingar í tollvörugeymslu, tollfrjálsa verslun eða tollfrjálsa forðageymslu (afgreiðslutegund TO, TV, FR, eða TF í reit 1.2) skal skrá hér 8 stafa innsetningarnúmer sendingarinnar hjá rekstraraðila samkvæmt reglum um þau.
( Ef um er að ræða hraðsendingu í pósti er viðmiðunardagsetning þeirra skráð hér).
Reitur 29
Ekki notaður
Reitur 30 Geymslustaður vöru
Hér skal tilgreina númer vörugeymslu (lykil) sem skatturinn hefur úthlutað farmflytjanda vöru og þar sem hin ótollafgreidda vara er geymd og skatturinn getur framkvæmd vöruskoðun eða gengið að henni vegna tolleftirlits. Um er að ræða 3 stafa lykil. Upplýsingar um geymslustað vöru er að finna á farmbréfi/tilkynningu farmflytjanda.
Sjá: https://skatturinn.is/vorugeymslur
Reitir 31 til og með 47 ná yfir sundurgreiningu í hvern vörulið (tollskrárnúmer) fyrir sig.
Reitur 31 Stykki og vörulýsing – merki og númer – gámanúmer – tala og tegund
Færið hér eftirfarandi í sömu röð og haldið aðgreindu vegna viðkomandi vöruliðs:
- Vörulýsing. Hér skal gefa upp almenna vörulýsingu sem svo skýrt er fram sett að vöruna megi þekkja og flokka.
- Merki og númer á vörum. Gefa skal upp hvernig umbúðir vörunnar eru merktar. Ekki þarf að gefa upp merkingu ef varan er í lausu eða án umbúða.
- Gámanúmer. Ef varan er flutt í gámi þarf að gefa upp gámanúmer (11 stafa t.d. AAAA1234567).
- Fjöldi umbúðaeininga (colli). Ef varan er í lausu (bulk) er skráð sem 1 í stykkjatölu og telst saman með öðrum einingum í reit 6.
- Tegund umbúða. Tegund umbúða er tilgreind samkvæmt lyklum. Sjá: https://www.skatturinn.is/umbudir/
Ef eitt eða fleiri stykki (colli) með sömu umbúðir og vörumerkingu innihalda vörur sem falla undir fleiri en einn vörulið (tollskrárnúmer) má gefa upp heildarfjölda á fyrsta vörulið (tollskrárnúmers) en t.d. 0 á næsta þannig að heildar stykkjatalan stemmi.
Ef viðkomandi upplýsingar rúmast ekki á skýrslu má færa þær á fylgiskjal og geta þá þess með því að skrá „sjá fylgiskjal“.
Reitur 32 Vöruliður
Hér skal tilgreina raðnúmer vöruliðar (tollskrárnúmers) í óslitinni röð númera í samræmi við leiðbeiningar um reit 5.
Reitur 33 Vörunúmer (Tollskrárnúmer)
Tilgreinið tollskrárnúmerið sem varan í reit 31 flokkast undir samkvæmt íslensku tollskránni sem er átta tölustafa númer. Í fyrsta hluta reitsins fyrir framan lóðréttu brotalínuna á að rita sex fyrstu tölustafi tollskrárnúmersins, (sem svara til einstakra vöruliða samræmdu tollskrár Alþjóðatollastofnunarinnar), en í seinni hluta reitsins á að rita sjöunda og áttunda tölustaf tollskrárnúmersins samkvæmt íslenskri skiptingu númersins og flokkun vörunnar.
Í einstaka tilvikum er heimiluð einfölduð tollflokkun m.a. vegna tollfrjálsra sendinga sjá yfirlit yfir sérstök númer sem eru notuð við einfalda tollafgreiðslu og leiðbeiningar um hana.
Við útfyllingu innflutningsskýrslu gildir sú almenna regla að innflytjandi á að draga saman verðmæti vöru í vörureikningi eða vörureikningum, sem tilheyra einni innflutningsskýrslu og flokkast undir sama tollskrárnúmer, í einn vörulið í innflutningsskýrslu hvort sem um er að ræða innflutningsskýrslu á pappír eða VEF/SMT-innflutningsskýrslu. Ekki má hinsvegar sameina vörur, sem flokkast undir sama tollskrárnúmer, í einn vörulið í innflutningsskýrslu, ef aðflutningsgjöld, sem leggja skal á og innheimta af vörunum, eru ekki þau sömu eða upprunaland þeirra ekki hið sama, leyfi, boð eða bönn eða annað sem hefur áhrif á tollmeðferð vörunnar og veldur þannig fráviki frá réttri tollmeðferð.
Reitur 34a Lykill upprunalands
Tilgreinið hér uppruna vöru í reit 31 með lykli viðkomandi upprunalands. Sjá: https://www.skatturinn.is/lond/
Athugið að reitur 34b er ekki fylltur út.
Reitur 35 Þyngd brúttó (kg)
Færið inn í brúttóþyngd vöru sem tilgreind er í reit 31 fyrir hvern vörulið (tollflokk). Brúttóþyngd í þessu sambandi er heildarþyngd vöruliðs með öllum umbúðum sínum að frátöldum gámum og öðrum flutningsbúnaði. Heimilt er að nota 3 aukastafi. Samtala þunga í reitum 35 skal stemma við heildarþyngd í reit 13 sem er skráð þar í heilum kg. Heimil frávik, dæmi:
Reitur 13= 1 þá sé samtala reita 35 minni en 1.5 kg.
Reitur 13 stærri en 1 þá er frávik samtölu reita 35 heimil +/- 0,5 kg.
Samtala reita 35 vegna póstsendinga sé með +/- 0,100 kg (100 gr.) nákvæmni miðað við samtölu brúttóþyngda viðtökunúmera skýrslu.
Reitur 36 Ívilnun (tegund tolls)
Í þennan reit ber að setja lykil fyrir þá tegund tolls, almennan toll eða fríðindameðferð, sem er óskað eftir og þá jafnframt vísað til þess að þau skjöl sem fylgja uppfylli þau skilyrði um að varan njóti fríðindameðferðar samkvæmt viðkomandi samningi.
Dæmi:
A Almennur tollur skv. tollskrá
B ESB samningur
E EES samningur
F Fríverslunarsamningur milli EFTA og Ísraels ( IL)
YI Fríverslunarsamningur milli EFTA og Úkraínu (UA)
YL Fríverslunarsamningur milli Íslands og Kína (CN)
Nánari listi um fríverslunarsamninga er hér: https://skatturinn.is/tollar
Reitur 37 Tollmeðferð
Innflutningur
Skráið í fremri hluta reitsins lykil sem nær yfir tollmeðferð vörunnar samkvæmt meðfylgjandi yfirliti.
Fremri hluti:
Almennur innflutningur á vöru
40 Almennur vöruinnflutningur (ekki tilgreindur undir öðrum tollmeðferðarlykli).
41 Vara send til Íslands til aðvinnslu samkvæmt samningi (innflytjandi kaupir/eignast ekki vöruna). Ætlað er að varan fari ekki aftur úr landi (þ.e. erlendur eigandi selur innlendum þriðja aðila vöruna eftir aðvinnslu innflytjanda). Ef innflytjandi kaupir/eignast vöruna skal nota lykil 40.
42 Vara send til Íslands án greiðslu og kemur í stað annarrar vöru t.d. vegna galla.
43 Endursendar tómar umbúðir, farangur ferðamanna, sýnishorn og auglýsingaefni, verðlaus bréf, bæklingar og prentuð gögn, hugbúnaðargögn án endurgjalds, heiðursmerki, vörur til sendiráða, kjörræðismanna og annarra sendimanna erlendra ríkja, póstpokar með póstsendingum, kistur og duftker með jarðneskum leifum.
49 Annað, t.d. búslóðir, bifreiðar á íslenskum númerum, gjafir (persónulegar, til mannúðar- og líknarstarfsemi, til ríkis- og sveitarfélaga), vörur til alþjóðastofnana og arfur.
Tímabundinn innflutningur
50 Vara send til Íslands til tímabundinna nota innanlands í allt að 12 mánuði, t.d. sýningar, til kynningar, í vísindaskyni, að láni.
51 Vara send til Íslands til viðgerðar.
52 Vara send til Íslands til aðvinnslu samkvæmt samningi (innflytjandi kaupir/eignast ekki vöruna). Ætlað er að varan fari aftur úr landi. Ef innflytjandi kaupir/eignast vöruna skal nota lykil 40.
53 Vara send til Íslands til leigu eða rekstrarleigu.
Endursend vara
60 Áður útflutt vara endursend til Íslands frá útlöndum, t.d. vegna ábyrgðar.
Endurkeypt vara
62 Áður útflutt vara endurkeypt frá útlöndum.
Endurinnflutningur eftir viðgerð, aðvinnslu og tímabundinn útflutning
64 Vara send til Íslands eftir viðgerð erlendis.
65 Vara send til Íslands eftir aðvinnslu erlendis.
66 Vara send til Íslands eftir tímabundinn útflutning, t.d. sýningavörur.
67 Vara send til Íslands eftir leigu eða rekstrarleigu.
Vara sett í tollvörugeymslu, frísvæði, tollfrjálsa verslun eða tollfrjálsa forðageymslu
70 Tollvörugeymsla (lykill TO, TU, eða TB í reit 1, 2. hluta).
71 Frísvæði(lykill FR í reit 1, 2. hluta).
72 Tollfrjáls verslun (lykill TV í reit 1, 2. hluta).
73 Tollfrjáls forðageymsla (lykill TT, TM eða TB í reit 1, 2. hluta).
Vara ónýt eða fargað
90 Vara dæmd ónýt eða vöru fargað
Hafi varan, sem verið er að flytja inn , áður hlotið tollmeðferð við útflutning frá landinu, ber að setja neðangreinda lykla í aftari hluta reits 37. Hafi engin fyrri tollmeðferð átt sér stað er notað 00.
Seinni hluti:
Engin fyrri tollmeðferð
00 Engin fyrri tollmeðferð.
Annars:
Almennur útflutningur á vöru
10 Sala á íslenskri vöru til útlanda, almennur útflutningur (ekki tilgreindur undir öðrum tollmeðferðarlykli).
11 Vara send til útlanda til aðvinnslu samkvæmt samningi (útflytjandi selur ekki vöruna). Ætlað er að varan komi ekki aftur til Íslands.
Ef útflytjandi selur vöruna skal nota lykil 10.
12 Útflutningur á vöru án greiðslu sem kemur í stað annarrar, t.d. vegna galla.
13 Endursendar tómar umbúðir, farangur ferðamanna, sýnishorn og auglýsingaefni, verðlaus bréf, bæklingar og prentuð gögn, hugbúnaðargögn án endurgjalds, heiðursmerki, vörur til sendiráða, kjörræðismanna og annarra sendimanna Íslands erlendis, póstpokar með póstsendingum, kistur og duftker með jarðneskum leifum.
19 Annað, t.d. búslóðir, bifreiðar á íslenskum númerum, gjafir (persónulegar, til annúðar- og líknarstarfsemi, til ríkis- og sveitarfélaga), vörur til alþjóðastofnana og arfur.
Tímabundinn útflutningur
20 Vara send frá Íslandi til tímabundinna nota erlendis í allt að 24 mánuði (á sýningu, til kynningar, í vísindaskyni, að láni).
21 Vara send til útlanda til viðgerðar.
22 Vara send til útlanda til aðvinnslu samkvæmt samningi (útflytjandi selur ekki vöruna). Ætlað er að varan komi aftur til Íslands. Ef útflytjandi selur vöruna skal nota lykil 10.
23 Vara send til útlanda til leigu eða rekstrarleigu.
Endursend vara
30 Áður innflutt vara endursend til útlanda, t.d. vegna ábyrgðar.
Endurseld vara
32 Áður innflutt vara endurseld til útlanda.
Endurútflutningur eftir viðgerð, aðvinnslu og tímabundinn útflutning
34 Endurútflutt vara eftir viðgerð á Íslandi.
35 Endurútflutt vara eftir aðvinnslu á Íslandi.
36 Endurútflutt vara eftir tímabundinn innflutning, t.d. sýningavörur.
37 Endurútflutt vara eftir leigu eða rekstrarleigu.
Úttekt vöru úr tollvörugeymslu, frísvæði, tollfrjálsri verslun eða tollfrjálsri forðageymslu
70 Tollvörugeymsla (lykill TO, TU, eða TB í reit 1, 2. hluta).
71 Frísvæði (lykill FU í reit 1, 2. hluta).
72 Tollfrjáls verslun (lykill TS í reit 1, 2. hluta).
73 Tollfrjáls forðageymsla (lykill TT, TM eða TB í reit 1, 2. hluta).
Dæmi um notkun þesara lykla sjá bl. 37:
Reitur 38 Þyngd nettó (kg)
Færið inn í kílógrömmum, með þremur aukastöfum, nettóþyngd vörunnar sjálfrar sem lýst er í reit 31. Nettóþyngd, sem er brúttóþyngd að fráteknum ytri umbúðum, skal ávallt tilgreina fyrir hvern vörulið (tollskrárnúmer, reitur 33) í vörusendingunni í reit 31. Nettóþyngd getur verið gjaldstofn gjalda og er þá einnig tilgreind í reit 47. Nettóþyngd er almennt þyngd vöru í söluumbúðum til neytenda. Skal hér fara eftir vörureikningi eða öðrum gögnum sem fylgja vörusendingu. Þyngd bifreiða sé í samræmi við skráðan eigin þunga í ökutækjaskrá.
Reitur 39 Kvótar
Reit 39 á að nota vegna tollkvóta, sem úthlutað er á grunvelli tollkvótareglugerða, þar sem upphaflegur gildisdagur reglugerðar er 01.01.2023 eða síðar.
Ef sótt er um lækkun á tolli á grundvelli úthlutaðs tollakvóta frá Matvælaráðuneytinu, á að skrá einkvæmt úthlutunarnúmer ráðuneytisins í reit 39. Úthlutunarnúmerið er tilgreint á tilkynningu ráðuneytisins um tollkvótaúthlutun.
Ef upplýsingar eru skráðar í reit 39, þarf jafnframt að skrá í reit 44 lykilinn UND og tilvísunina TKV01.
Ef um „ex-merkta“ vöruliði er að ræða, þarf auk fyrrgreindra tveggja atriða að skrá í reit 44 lykilinn TKU og tilvísunina EX.
Reitur 40 Heildarskýrsla/Fyrra skjal
Hér er vísað í fyrri tollmeðferð vörunnar með tilvísun í sendingarnúmer fyrri tollafgreiðslu, t.d. vöru sem er að koma aftur til landsins eftir útflutning, var send til viðgerðar, sýninga o.s.frv. og tengist því tollafgreiðslu með öðru sendingarnúmeri (sbr. lykil í reit 37 ef síðari hluti er hærri en 00). Athuga aðeins ein tilvísun pr. línu. Hér er því ekki átt við leiðréttingar á tollafgreiðslu eða tilvísun í innsetningu í tollvörugeymslu.
Reitur 41 Magn í annarri einingu
Ekki notaður. (Þessi reitur er ekki fylltur út þar sem allar magntölur sem tengjast vörulið, tollskrárnúmeri, eru skráðar í reit 47 hvort sem þær tengjast gjaldtöku eða tölfræðiupplýsingum fyrir Hagstofu Íslands.)
Reitur 42 Vöruverð
Hér er gefið upp verð vörunnar sem tilgreind er í reit 31 í sömu mynt og gefin er upp í fyrri hluta reit 22 og samkvæmt þeim afhendingarskilmálum sem fram koma í reit 20 og í samræmi við vöruverð í reit 22. Hér þarf því ekki að gefa upp lykil myntar. Samtala reita 42 skal stemma við seinni hluta reits 22. Sjá dæmi bls. 25.
Reitur 43 Va- lykill
Færið inn lykil fyrir viðkomandi verðákvörðunarreglu sem tollverð vöru byggist á:
Lykill | |
1 | Viðskiptaverð hinnar innfluttu vöru. |
2 | Viðskiptaverð sams konar vöru. |
3 | Viðskiptaverð svipaðrar vöru. |
4 | Söluverð sams konar eða svipaðrar vöru hér á landi |
5 | Reiknað verð |
6 | Matsverð |
7 | Án tollverðmætis vegna tollfrelsis |
Almenna reglan (lykill 1), er viðskiptaverð vöru, þ.e. það verð sem greitt er eða greiða ber fyrir vöruna. Liggi það ekki fyrir ber innflytjanda í samráði við skattinn að ákvarða viðskiptaverðið.
Reitur 44 Viðbótarupplýsingar/framlögð skjöl/vottorð og leyfi
Í þennan reit skal færa aðrar upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna tollafgreiðslu vöru og ekki koma fram í öðrum reitum á innflutningsskýrslunni. Fyrst er skráður 3 stafa lykill og síðan númer hverrar tegundar og þeim haldið aðgreindum.
Númer vörureikninga og dagsetning
Hér skal skrá númer og dagsetningu þeirra reikninga sem ná yfir viðkomandi vörulið með því að tilgreina sérstaka tilvitnun sem saman stendur af þriggja stafa lykli RNR og reikningsnúmer ásamt dagsetningu fyrir dag, mán. ár, t.d. RNR 123456D010415. Ef reikningur er ekki númeraður skal skrá RNR nnnn í stað númers og síðan dagsetningu. Ef reikningur er ekki dagsettur skal skrá D999999 í stað dagsetningar. Ef vöruliðurinn nær yfir fleiri reikningsnúmer en hægt er að gefa upp í reitnum er gert yfirlit og vísað til þess í reitnum með því að skrá RNR SJAFYLGISKJAL. Ef vöruliðurinn er án reiknings skal skrá RNR ÁNREIKNINGS
Tilvísunarnúmer úttekta úr tollvörugeymslu
Skráð þegar um er að ræða úttektarskýrslu úr tollvörugeymslu (frísvæði, tollfrjálsri verslun eða tollfrjálsri forðageymslu) Raðnúmer úttekta úr innsetningum sem tengjast hverri línu fyrir sig er skráð hér með þriggja stafa lykli UTT ásamt tilvísunarnúmeri t.d. V1512345014, þ.e. 11 stafir skráð án bandstrika (V15 nr. geymslu, 12345 innsetningarnr., 014 úttektarnúmer innsetningar).
Undanþágubeiðnir
Ef óskað er eftir undanþágu frá aðflutningsgjöldum skal færa inn undanþágubeiðni hverja fyrir sig skv. þeim heimildum sem fyrirtækið hefur eða gilda almennt. Skrá skal lykilinn UND auk lykils þeirrar undanþágu sem óskað er eftir. Dæmi UND T0023. Listi yfir undanþágur og lykla þeirra má finna hér: https://skatturinn.is/undanthagur
Hafi innflytjandi sérstaka heimild til lækkunar aðflutningsgjalda skal að auki skrá lykilinn HNR og heimildanúmerið sem fyrirtækinu hefur verið úthlutað af skattinum eða öðru stjórnvaldi. T.d. UND T0029 og HNR Rey0001.
Sótt er um undanþágur til skattsins á eyðublaði E27, sjá: https://www.skatturinn.is/media/eydublod/TS-E27.is.pdf
Með því að setja inn tilvísun í undanþáguheimild í þennan reit er innflytjandi að lýsa yfir að hann hafi kynnt sér skilyrði undanþágunnar og muni hlíta þeim.
Ósk um niðurfellingu vegna úthlutaðs tollkvóta er skráð hér samanber leiðbeiningar í reit 39.
Leyfisnúmer vegna eftirlits annarra stofnanna á vöru í tollskrárnúmeri
Ef leyfi, vottorð, eða undanþáguheimild frá innflutningstakmörkun hefur einkvæmt númer frá viðkomandi stjórnvaldi skal skrá það í svæðið á eftir viðkomandi lykli. Dæmi um slíkt er leyfi sem Matvælastofnun gefur út fyrir innflutning á leyfisskyldum vörum, MST A123456. Einnig getur verið að stofnannir áriti á vörureikning leyfi og ber þá innflytjanda að vísa í þá áritun á vörureikningnum. Ef innflytjandi hefur fengið áritun Lyfjastofnunnar(LLY) 16 ágúst 2015 ber að færa leyfið með eftirfarandi hætti í reit 44: LLY D160815.
EUR vottorð og yfirlýsingar
Vegna fríverslunarmeðferðar á EES-vörum samkvæmt EES samningnum eða öðrum samningum þar sem kveðið er á um sönnun uppruna með EUR 1 flutningsskírteini eða sérstakri upprunayfirlýsingu á vörureikningi vegna tollfríðinda við innflutning ber að útfæra tilvísunina á eftirfarandi hátt:
o | Ef EUR 1 flutningsskírteini hefur verið gefið út skal númer þess ritað í svæðið á eftir EUR lyklinum. Dæmi: EUR A123456 |
o | Ef EUR yfirlýsing er á vörureikningi skal rita yfirlýsing í svæðið á eftir EUR lyklinum og dagsetningu undirskriftar þegar EUR yfirlýsing var sett á vörureikning. Dæmi: EUR yfirlýsing D150415 |
Kína upprunavottorð og yfirlýsingar
Vegna fríverslunarmeðferðar á vörum upprunnum í Kína samkvæmt þeim fríverslunarsamningi skal gefið til kynna að réttmæt upprunasönnun sé til staðar vegna viðkomandi vöru með því að skrá lykilinn FKI, sem stendur fyrir upprunavottorð eða upprunayfirlýsingu samkvæmt skilyrðum samningsins, ásamt númeri upprunavottorðs eða upprunayfirlýsingar.
Ef um smásendingu er að ræða að verðmæti 600 USD eða minna og upprunavottorð eða upprunayfirlýsing fylgir ekki vörusendingu má óska eftir fríðindameðferð með því að skrá FKI og V600USD. Er þá jafnfram verið að lýsa því yfir að varan sé uppruninn í Kína og flutt þaðan í beinum flutningi og fullnægi öðrum tilgreindum skilyrðum samningsins.
Fastanúmer ökutækis.
Við innflutning á ökutæki sem krefst fasta númers skv. reglugerð um skráningarskyldu ökutækis og númeri hefur verið úthlutað af Samgöngustofu, ber að skrá það hér. Færið inn lykilinn SNI og þar á eftir fasta númer ökutækisins. t.d. SNI ABC12, en SNE og erlenda númerið ef ökutækið er skráð erlendis og á ekki að fara á skrá vegna tímabundins innflutnings.
Vinnuvélar
Sérstakar reglur gilda um tilvísun í skráningarnúmer vinnuvéla og farandvinnuvéla frá Vinnueftirlitinu. Í þessu tilviki skal skrá úthlutað skráningarnúmer í svæði tilvísunar á eftir lyklinum. T.d. LFV AB1234. Sjá: https://www.skatturinn.is/undanthagur/
ATA Carnet
Fylgi sendingunni ATA Carnet skírteini sem nota á vegna bráðabirgðaafgreiðslu ber að skrá hér númer skírteinisins. Fyrst skráist lykillinn ATA og síðan raðnúmer skírteinis.
T.d. ATA DE212507
Bindandi álit
Hafi innflytjandi fengið útgefið bindandi álit um tollflokkun vöru sem lýst er í reit 31 ber að færa hér númer álits. T.d. Dæmi: BND 2013-001
Reitur 45
Ekki notaður
Reitur 46 Hagskýrsluverð (Tollverð)
Þarf ekki að fylla út. (Tollverð, sem er hagskýrsluverð, er reiknað út sjálfvirkt í kerfi skattsins miðað við þær forsendur sem gefnar eru í skýrslunni).
Reitur 47 Útreikningur gjalda (lyklar magntalna og magntölur gjaldstofna)
Í fyrsta hluta reits 47 (Tegund) skal skrá lykla þeirra magntalna, annarra en þeirra sem reiknast af tollverði, tolli og öðrum gjöldum, sem eru gjaldstofn gjalda tollskrárnúmersins sem tilgreint er í reit 33. Magntala gjaldstofns er tilgreind í öðrum hluta reits 47 (Gjaldstofn). Með sama hætti eru hér skráðir lyklar og magntölur vegna tölfræðiupplýsinga til Hagstofu Íslands en mynda ekki gjaldsskyldu.
Kröfur hvers tollflokks um lykla og magntölur má finna á vef skattsins undir magntölukröfur. Sjá: https://www.skatturinn.is/tollskra/
- Í veftollafgreiðslukerfinu er jafnframt hægt að kalla fram upplýsingar um gjöld skilmála og lykla á því tollskrárnúmeri sem skráð hefur verið í reit 33 í hverri vörulínu fyrir sig með því að smella á spurningarmerkið við hlið reitsins.
- Kröfur um magntölur eru skráðar sjálfkrafa í reit 47 í fyrsta sinn sem vistað er og villuprófað eftir að tollskrárnúmer hefur verið skráð í reit 33 eða breytt.
Dæmi:
Lykill og hvernig skal tilgreina magntölu:
ETN Lítratala íblöndunarefnisins etanóls í bensíni/olíu. Skráð með tveimur aukastöfum. Hægt að skrá núll.
LIF Lítratala íblöndunarefnisins lífdísils í bensíni/olíu. Skráð með tveimur aukastöfum. Hægt að skrá núll.
LIT Lítratala vöru með 2 aukastöfum.
Frávik frá almennri reglu: þyngd gjaldskyldra rafgeyma, sem eru eru hluti af heildarnettóþyngd vöru, sem er skráð undir lyklinum NET, er skráð í kg með 3 aukastöfum með LIT lykli.
Einnig þyngd tóbaks vegna tóbaksgjalds sem er skráð í grömmum með þessum lykli (gjald á annað tóbak nú 33,60 kr./gramm)
NET Nettóþyngd vöru í kg með 3 aukastöfum (ávallt tilgreint með 0,001 kg nákvæmi, gramm).
Nettóþyngd er almennt þyngd vöru í söluumbúðum til neytenda. Fara skal eftir vörureikningi eða öðrum gögnum sem fylgja vörusendingu. (sjá einnig reit 38).
NNT* Net‐nettóþyngd vöru (þungi án söluumbúða) í kg með 3 aukastöfum PRO Styrkleikaprósenta áfengis, víns eða öls með 2 aukastöfum
STK Fjöldi eininga (fjöldi gjaldskyldra eininga og/eða eininga, t.d skópör, rúmmetrar trjáviðar, fyrir Hagstofu Íslands)
PAR* Paratala skófatnaðar
RUM* Rúmmetrar vöru
RAF* Þyngd rafgeymis eða rafhlöðu í kg með 3 aukastöfum Lyklar merktir með * eru nýjar tegundir sem verða teknir upp síðar
Frá og með 01.03.2023 verður að gefa upp lykil magntölu fyrir þyngd sölu- og flutningsumbúða.
Valið er milli tveggja kóda: MSA vegna áætlaðrar þyngdar eða MSR vegna raunþyngdar.
MSA | Áætluð þyngd sölu- og flutningsumbúða. Þyngd ekki þekkt. | Kódi megin söluumbúða skráður í reit 47.2: 0 = Engar umbúðir. 1 = Ál. 2 = Gler. 3 = Pappír. 4 = Plast. 5 = Stál. 6 = Viður. |
MSR | Þekkt þyngd sölu- og flutningsumbúða. | Kódi megin söluumbúða skráður í reit 47.2. Sömu kódar (0 til 6) og skráðir eru hér að ofan vegna MSA. |
Ef kódinn MSR er notaður, þarf einnig að gera grein fyrir þyngd umbúðanna með því að skrá kóda viðeigandi sölu- og flutningsumbúða í reit 47 og rauntölu í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2, þannig:
F01 | Flutningsumbúðir, ál. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
F02 | Flutningsumbúðir, gler. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
F03 | Flutningsumbúðir, pappír. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
F04 | Flutningsumbúðir, plast. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
F05 | Flutningsumbúðir, stál. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
F06 | Flutningsumbúðir, viður. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
F08 | Flutningsumbúðir, viðarbretti. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
S01 | Söluumbúðir, ál. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
S02 | Söluumbúðir, gler. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
S03 | Söluumbúðir, pappír. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2, |
S04 | Söluumbúðir, plast. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
S05 | Söluumbúðir, stál. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
S06 | Söluumbúðir, viður. | Rauntala í kg með 3 aukastöfum í reit 47.2. |
Reitur 48
Ekki notaður
Reitur 49 Auðkenni vörugeymslu
Hér skal setja auðkennisnúmer þeirrar geymslu sem sending verður flutt í úr almennri vörugeymslu t.d. flutt í tollvörugeymslu, tollfrjálsa forðageymslu, tollfrjálsa verslun, frísvæðis vörugeymslu, umflutningsgeymslu (Sbr. tegund afgreiðslu í reit 1.2, TO, TV, FR, TF). Ef ekki er um slíkan flutning að ræða er þessi reitur hafður auður. Sjá: https://www.skatturinn.is/vorugeymslur/
Reitir 50, 51, 52 og 53
Ekki notaðir
Reitur 54 Kennitala, staður, dagsetning, undirskrift og nafn skýrslugjafa/umboðsaðila netfang og símanúmer.
Skýrslan skal undirrituð af eiganda varanna (eiganda fyrirtækis eða prókúruhafa) tollmiðlara eða starfsmanni sem hefur sérstaka heimild til að gefa skýrslu fyrir hönd eiganda. Jafnframt gefur hann upp netfang og símanúmer ef hafa þarf samband við hann.
Fyrir neðan undirskrift skal prenta eða vélrita nafn og kennitölu þess sem undirritar skýrsluna.
Sama gildir um starfsmenn umboðsaðila (þ.m.t. tollmiðlara) vegna skýrslu á pappír.
Sá sem skrifar undir skýrslu ábyrgist að upplýsingar sem gefnar eru í skýrslunni séu réttar með tilliti til vörusendingarinnar og þeirra skjala eða gagna sem lögð eru fram eða aðgangur er veittur að og gætt hafi verið fyrirmæla laga og annarra reglna sem gilda um innflutninginn.
Rafræn innflutningsskýrsla er staðfest með rafrænni auðkenningu að viðlagðri sömu ábyrgð.
Notkun framhaldseyðublaðs (pappír)
Séu í sendingu vörur sem flokkast í fleiri en eitt tollskrárnúmer ber að nota eyðublað E-2.2. Framhaldseyðublaðið skal fylla út í samræmi við leiðbeiningar hér að framan sem gilda um einstaka númeraða reiti eftir því sem eyðublaðið gefur tilefni til. Í reit 8 nægir þó að tilgreina kennitölu viðtakanda. Á framhaldseyðublaðinu er einungis pláss fyrir þrjú tollskrárnúmer. Reitir fyrir vörulýsingu, 31-47, sem ekki eru notaðir, skulu yfirstrikaðir skáhalt horn í horn.
Rafræn innflutningsskýrsla
Hægt er að senda inn rafræna innflutningsskýrslu með SMT skeyti til skattsins eða með vefskilum í gegnum VEF kerfi embættisins.
Rafræn innflutningsskýrsla (SMT og VEF), hér á eftir nefnd SMT-innflutningsskýrsla, inniheldur sömu reiti til útfyllingar og skrifleg tollskýrsla, en með eftirtöldum frávikum:
Reitur 3 Eyðublöð - Ekki fyllt út í SMT/VEF innflutningsskýrslu.
Reitur 5 Vöruliðir - Þarf ekki að fylla út í SMT/VEF skýrslu.
Með SMT-tollafgreiðslu sendir innflytjandi innflutningsskýrslu til skattsins með öllum venjulegum upplýsingum, sem krafist er til þess að tollafgreiðsla getið farið fram, frá tölvukerfi sínu til tölvukerfis skattsins um gagnaflutningsnet, samkvæmt fyrirfram ákveðnum staðli. Ef um VEF afgreiðslu er að ræða notar innflytjandi vefviðmót skattsins til að gera innflutningsskýrslu og senda inn. Ef sendar upplýsingar standast eftirlit skattsins samþykkir hann tollafgreiðslu og sendir innflytjanda staðfestingu um tollafgreiðslu með yfirliti um álagningu aðflutningsgjalda og afhendingarheimild. Jafnframt er farmflytjendum, sem hafa slíka tölvutengingu, send slík afhendingarheimild.
Þeir sem tollafgreiða með SMT-tollagreiðslu eiga að varðveita í bókhaldi sínu á aðgengilegan og tryggilegan hátt öll gögn sem snerta tollmeðferð vara og sendinga. Frekari leiðbeiningar fyrir innflytjendur sem hafa leyfi til SMT-tollafgreiðslu er að finna á vef embættsins.
Sótt er um SMT-heimild hjá skattinum, sem gefur út heimild til SMT tollafgreiðslu að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Eyðublað E-19 sjá: https://skatturinn.is/eydublod
Allur megin þorri tollskýrslna berst með rafrænum hætti. Ástæðan er ekki síst sú að það tekur mun skemmri tíma að afgreiða skýrslur sem berast rafrænt. Þannig afgreiðast flestar skýrslur sem berast á nokkrum mínútum. Það tekur að jafnaði lengri tíma að afgreiða skýrslur sem koma á pappír þar sem úrvinnsla þeirra er ekki sjálfvirk og þær stoppa gjarnan vegna rangrar útfyllingar.
Hægt er að sækja um heimild til að nota rafræna tollafgreiðslu hjá skattinum eða að skipta við tollmiðlara sem sér um útfyllingu og miðlun tollskýrslna rafrænt fyrir viðskiptavini sína.
Nánari upplýsingar um rafræna tollafgreiðslu er að finna hér:
Rafræn tollafgreiðsla:https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/tollamal/rafraen-tollafgreidsla/
SMT-tollafgreiðsla:https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/tollamal/rafraen-tollafgreidsla/smt-tollafgreidsla/
VEF-tollafgreiðsla:https://www.skatturinn.is/atvinnurekstur/tollamal/rafraen-tollafgreidsla/vef-tollafgreidsla/