Viðmót nýrrar tollskýrslu

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Viðmót nýrrar tollskýrslu

 Örstuttar leiðbeiningar síðan verður uppfærð.

Skjámyndin Tollskýrslur

  • Þegar notandi er búinn að skrá sig inn í umboði fyrirtækisins sem hann starfar hjá birtist skjámynd með lista yfir tollskýrslur (ef einhverjar eru). Staða skýrslu er sýnileg í listanum.
  • Ef smellt er á skýrslu í listanum opnast hún og hægt er að breyta henni svo framarlega að hún sé í stöðu sem leyfir það t.d. í vinnslu. Skýrslu sem búið er að tollafgreiða er ekki hægt að breyta.
  • Ef hægrismellt er á tollskýrslu í listanum birtist valmynd hægt er að skoða eða afrita hana. Ef skýrslan er í vinnslu bætist við valmöguleikinn eyða.

Hægrsmellt á tollskýrslu í listanum

Vakin er athygli á möguleikanum afrita með því að afrita eldri skýrslu t.d. frá sama birgja er hægt að spara talsverðan innslátt því afritaða skýrslan verður alveg eins og þarf því bara að breyta því sem er öðruvísi.

Ef smellt er á hnappinn Skrá nýja skýrslu verður til tóm skýrsla sem ljúka þarf við að fylla út áður en hægt er að senda hana í tollafgreiðslu.

Sjálfkrafa fyllast út upplýsingar um innflytjanda (fyrirtækið) og skýrslugjafa (starfsmann fyrirtækisins sem er að vinna með skýrsluna. Mikilvægt er að skrá netfang og símanúmer þannig að hægt sé að ná sambandi við skýrslugjafann gerist þess þörf. Tölvupóstar frá kerfinu sem varða þessa skýrslu eru sendir á netfangið t.d. ef sjálfvirk tollafgreiðsla er stöðvuð af einhverri ástæðu og kallað er eftir skjölum svo sem reikningum.

Skýrsluformið

  • Ef smellt er á heiti reits opnast hjálp fyrir viðkomandi reit.
  • Hægt er að bæta við vörulínu fyrir ofan eða neðan núverandi línu með því að smella á örvar sem birtast í neðra hægra horni vöruliðs.
  • Ef smellt er á Vista og villuprófa birtist rautt V við þá reiti sem eru með villum. Ef farið er með músina yfir V-ið birtist skýring á villunni.
  • Sumir reitir fyllast sjálfkrafa út að öllu leiti eða hluta. Til dæmis bætast sjálfkrafa reitir við reit 47 á skýrslunni þegar vistað er og villuprófað eftir að tollskráranúmer hefur verið skráð og ef krafist er skráningu lítratölu, stykkjafjölda eða annarra upplýsinga. 
  •  Í flipunum birtast upplýsingar um villur, gjöld, farmskrá, feril skýrslunnar í tollafgreiðslukerfinu, tölvupósta og skjöl. Undir skjöl birtast t.d. skjalabeiðnir og afhendingarheimild.
  • + tákn birtist aftan við reiti þar sem hægt er að breyta við fleiri atriðum til skráningar.
  • Hægt er að leita í fellilistum.

Leitað var að "rús":

Leitað var að "rús"

 

 

Leiðréttingar - Afgreiðsla 2

Ef mistök hafa verið gerð við skráningu tollskýrslu sem þegar hefur verið tollafgreidd getur innflytjandi óskað eftir leiðréttingu. Jafnframt getur skatturinn krafist leiðréttingar komi t.d. í ljós villur á skýrslu við endurskoðun. 

Leiðrétting er hafin með því að smella á Afgreiðsla 2 í  valmyndinni.

Skráð er sendingarnúmer skýrslunnar sem leiðrétta á og smellt á leita. Þá opnast skýrslan. Þegar smellt er á Staðfesta vistast afrit af skýrslunni með afgreiðslunúmer 2, birtist efst í lista yfir tollskýrslur og er í vinnslu. Opnið afritið af skýrslunni, leiðréttið og sendið inn alveg eins og um venjulega tollskýrslu væri að ræða. Mikilvægt er að senda strax tölvupóst á netfangið skjalaskil@skatturinn.is með sendingarnúmer sem "subject" texta um ástæðu leiðréttingarinnar í meginmáli og viðeigandi fylgiskjölum (t.d. reikning) í viðhengi til að staðfesta það sem var verið að leiðrétta. 

Starfsmenn embættisins yfirfara skýrsluna og staðfesta eða hafna leiðréttingu. Sé um mismun á gjöldum að ræða eru þau leiðrétt.


 

Prentvæn útgáfa

Hægt er að prenta tollskýrslu með því að velja ctrl+P á lyklaborðinu (eða print úr valmynd vafra). Stilla getur þurft spássíur og er þá valið minimum eða custom til að stilla útprentunina af. Í framtíðarútgáfu er stefnt að því að bæta þessa prentun og jafnvel bjóða uppá pdf útgáfu af skýrslunni líka.

Prentvæn útgáfa

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir