Aðflutningsgjöld
Það er meginregla að sá sem flytur vöru til landsins skal greiða af henni aðflutningsgjöld (tolla, vörugjöld, virðisaukaskatt og ýmis önnur gjöld) nema annað sé tekið fram í tollskrá eða lögum.
Til innflutnings á sumum vörum getur þurft að uppfylla aðra skilmála til dæmis fá leyfi eða undanþágu.
Á þessum síðum er hægt að nálgast upplýsingar sem nauðsynlegar eru við útfyllingu tollskýrslu (aðflutningsskýrslu):
- Tollafgreiðslugengi, síðan birtir tollafgreiðslugengi dagsins í dag.
- Tollskrá, hægt er að leita eða blaða í tollskránni og skoða upplýsingar um gjöld og aðra skilmála tengda tollskrárnúmeri.
- Lykla (skammstafanir), sem notaðir eru við gerð aðflutningsskýrslu.
- Skilmála sem tengdir eru einstökum tollskrárnúmerum og skammstafanir þeirra.
Upplýsingarnar eru sóttar beint í tollakerfið og hægt er að skoða þessar upplýsingar aftur í tímann.