Hugbúnaðarhús

Sleppa leiðarkerfi
Fara heim

Hugbúnaðarhús

Hér er að finna upplýsingar fyrir hugbúnaðarhús, sem framleiða, selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar og SMT-tollafgreiðslu (EDI). Samkvæmt gildandi reglugerð skal hugbúnaður vegna SMT-tollafgreiðslu inn- og útflytjenda vera viðurkenndur til þeirra nota af Tollstjóra. 

Innflutningur og útflutningur
SMT-tollskýrslur, skuldfærslutilkynningar, lágmarkskröfur til hugbúnaðar, kódar og fleira vegna inn- og útflutnings vara.
   
Farmflytjendur, toll- og skipamiðlarar
SMT-farmskrár og afhendingarheimildir vegna innflutnings, útflutningsheimildir og fleira vegna inn- og útflutnings vara og vörslu þessara aðila á ótollafgreiddum vörum í geymslum sínum.
    
Tollskrárlyklar
Hugtakið tollskrárlyklar er notað yfir skrá allra tollskrárnúmera og atriði tengdu hverju tollskrárnúmeri, eins og þau eru skráð í tollskrá Tollakerfis, tölvukerfi tollafgreiðslu, hjá tollstjórum.

Listi yfir hugbúnaðarhús, sem framleiða, selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar og SMT-þýðendur

Tilkynningar til hugbúnaðarhúsa:

Tilkynning til farmflytjanda, tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa sem framleiða og/eða þjónusta hugbúnað til umsýslu farmbréfa
- hefur áhrif á hugbúnað farmflytjenda og tollmiðlara við umsýslu farmbréfa og uppskiptinga

Tilkynning til innflytjenda, tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa. Breytingar á skuldfærslu vörugjalds af skráningarskyldum ökutækjum vegna ársins 2020
- hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda ökutækja og tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu
- tekur gildi 17. apríl 2020

Tilkynning til innflytjenda, tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa. Breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna ársins 2020
- hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda/tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu
- tekur gildi 1. maí 2020

Tilkynning til innflytjenda, tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa. Breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna ársins 2017
- hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda/tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu
- tekur gildi 1. janúar 2017

Tilkynning til hugbúnaðarhúsa vegna rafrænnar bráðabirgðatollafgreiðslu 1. september 2014
Varðar m.a. útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar og EDI/SMT-tollafgreiðslu.

Tilkynning til innflytjenda, tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa. Breytingar á skuldfærslu aðflutningsgjalda og gjalddögum vegna ársins 2013
- hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda/tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu
- tekur gildi 1. apríl 2013, en einnig afturvirkar breytingar frá 1. janúar 2013-31. mars 2013

Breyting á vörugjaldi og tollskrá varðandi sykur og sætuefni og þessi efni viðbætt í matvælum. Lög nr. 22/2013 frá 15. mars 2013. Upplýsingar vegna tollafgreiðslu við inn- og útflutning vara
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar og EDI/SMT-tollafgreiðslu.

Breyting vörugjalda á matvælum með viðbættum sykri og sætuefnum og breyting á tollskrá 1. mars 2013. Upplýsingar vegna tollafgreiðslu við inn- og útflutning vara
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar og EDI/SMT-tollafgreiðslu.

Tilkynning til hugbúnaðarhúsa, innflytjenda og tollmiðlara - breytingar á greiðslufresti aðflutningsgjalda og gjalddögum
- hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda/tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu
- tekur gildi 1. apríl 2012, en einnig afturvirkar breytingar frá 1. janúar 2012-31. mars 2012

Tilkynning nr. 1 um breytingar á tollskrá, aðflutningsgjöldum o.fl. við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2012
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar, auk annarra.
     
Tilkynning til hugbúnaðarhúsa, innflytjenda og tollmiðlara - breytingar á greiðslufresti aðflutningsgjalda og gjalddögum
- hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda/tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu
- tekur gildi 1. júní 2011, en einnig afturvirkar breytingar frá 1. janúar 2011/1. mars 2011
    
Tilkynning nr. 1 um breytingar á tollskrá, aðflutningsgjöldum o.fl. við tollafgreiðslu vara sem taka gildi 1. janúar 2011
Varðar m.a. innflytjendur, útflytjendur, tollmiðlara og hugbúnaðarhús, sem selja eða þjónusta hugbúnað til tollskýrslugerðar, auk annarra
   
Áríðandi tilkynning vegna EDI/SMT-tollafgreiðslu
Breytingar á greiðslufresti aðflutningsgjalda, gjalddögum - hefur áhrif á hugbúnað innflytjenda/tollmiðlara fyrir tollskýrslugerð og tollafgreiðslu
Tekur gildi 1. maí 2009, en einnig afturvirkar breytingar frá 1. janúar 2009
   
Tilkynning til tollmiðlara og hugbúnaðarhúsa sem þjónusta tollskýrslugerðarhugbúnað þeirra - breytingar sem þarf að gera fyrir 1. janúar 2009
1. janúar 2009 verða tekin upp rafræn skil á upplýsingum úr einföldum tollskýrslum (E-1 í stað E-8-Einfaldari tollskýrsla) vegna innflutnings og útflutnings.  
  
Breytingar á virðisaukaskatti, vörugjöldum, tollum, úrvinnslugjöldum, tollkvótum og tollskránni 1. mars 2007
Hér er gerð grein fyrir helstu breytingum á virðisaukaskatti, vörugjöldum, tollum, úrvinnslugjöldum, tollkvótum og tollskránni, sem taka gildi 1. ars 2007.
   
Áríðandi tilkynning til hugbúnaðarhúsa - Úrvinnslugjald - Breytingar sem gera verður á hugbúnaði til tollskýrslugerðar fyrir 1. janúar 2006
Breytingar á lögum nr. 162/2002 um úrvinnslugjald sem taka gildi 1. janúar 2006 og kalla á breytingar á tollskýrslugerðar-hugbúnaði allra innflytjenda og innihaldi SMT/EDI skeyta vegna nýrra svæða í tollskýrslu; breytingar á aðflutningsskýrslu; ný gagnastök í EDI skeytum; breytingar á tollskrárlyklum o.fl.

Var efnið hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábendingin verður notuð til að bæta gæði þjónustu og upplýsinga á vef Tollstjóra. Hikaðu ekki við að hafa samband ef þig vantar aðstoð.

Af hverju ekki?
Ef óskað er eftir svari vinsamlega notið: Hafðu samband eða Hrós, ábendingar og kvartanir